Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:01 Um er að ræða fyrsta skipti sem Mulvaney er tengdur við Úkraínumálið með berum orðum. Getty/Win McNamee Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25