Þegar stjórnendur bregðast Hjálmar Jónsson skrifar 9. nóvember 2019 13:17 Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið mjög hugsi yfir fyrsta verkfalli blaðamanna í bráðum 42 ár og hversu illa tókst til með framkvæmdina þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir á þeim ágæta vinnustað Morgunblaðinu. Ég undanskil Ríkisútvarpið að svo komnu og trúi því, þar til annað kemur í ljós, að það hafi verið mistök sem rekja megi til ókunnugleika, að verktaki þar var látinn ganga í störf fastra starfsmanna meðan á verkfallinu stóð. Ég er sérstaklega hugsi yfir þeirri fyrirlitningu gagnvart aðgerðum undirmanna þeirra, sem byggja á þeim sjálfsögðu mannréttindum að geta farið í verkfall, sem skín í gegnum þær aðgerðir sem stjórnendur Árvakurs beittu sé fyrir til þess að brjóta niður löglega boðaða vinnustöðvun, og hversu óskiljanlegt það er að tefla samstarfsfólki gegn hvert öðru með þeim hætti sem gert var. Þar var sannarlega fórnað meiri hagsmunum fyrir minni og sannar endanlega, að mínu viti, að þeir stjórnendur sem stjórn og eigendur fyrirtækisins hafa valið til þessa ábyrgðarfulla starfs eru engan vegin starfi sínu vaxnir, því miður. Orðstýr fjölmiðlafyrirtækis er verðmætasta eign þess og í þann aldarfjórðung sem ég vann á Morgunblaðinu kom aldrei til greina að afsláttur væri gefinn í þeim efnum. Ég er afskaplega stoltur af þessum tíma mínum á Morgunblaðinu og tel að framlag þess til íslenskrar menningar, fréttaumfjöllunar og umræðuhefðar sé ómetanlegt, enda kom blaðið út í yfir 50 þúsund eintökum og var þar af leiðandi daglegur gestur á langflestum heimilum í landinu. Morgunblaðið er sem betur fer enn frábært blað og mbl.is frábær fréttavefur, enda sama fagfólkið sem vinnur þar, margt hvert, sem vann þar þegar ég var þar innan dyra. Yfirlýsing um 20 blaðamanna á mbl.is segir allt sem segja þarf um þessa ömurlegu uppákomu. Það er ekki skrýtið að venjulegu rétthugsandi fólki sé misboðið þegar gengið er í störf þess þegar það er í löglega boðaðri vinnustöðvun, sem samþykkt var með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skilja það innræti sem liggur svona aðgerðum og framkomu í garð samstarfsmanna til grundvallar. Það er mér einfaldlega óskiljanlegt. Ekki síst í ljósi þess að ég hef að minnsta kosti í þrígang í aðdraganda verkfalls skrifað þessu fólki og óskað eftir að við færum yfir hugsanleg ágreiningsefni um framkvæmd verkfallsins, þannig að það gæti farið fram með sóma. Engin svör frá Árvakri og RÚV. Hjá Fréttablaðinu og Sýn var framkvæmdin til fyrirmyndar. Það hefur hins vegar augljóslega verið erfitt að horfa upp á mbl.is í loftinu vegna verkfallsbrota á sama tíma og visir.is og frettabladid.is voru það ekki. Ég hlýt að velta því fyrir mér hvort eigendur þessara ágætu fyrirtækja, sem virtu boðaða vinnustöðvun starfsmanna sinna, og Ríkisútvarpsins, sem er í eigu almennings, geti hugsað sér að vera í kompaníi með verkfallsbrjótum? Ef þessi fyrirtæki ætla að halda samstarfi sínu við Árvakur áfram, þurfa þau þá ekki að samræma afstöðu sína til framkvæmdar vinnustöðvana?!
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun