Íslenski boltinn

Ritstjóri Fótbolta.net tekinn við Inkasso liði

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Magnús Már hér lengst til vinstri við undirskriftina í dag.
Magnús Már hér lengst til vinstri við undirskriftina í dag. Facebook/Afturelding
Magnús Már Einarsson hefur verið ráðinn sem aðalþjálfari Aftureldingar sem leikur í Inkasso-deild karla í knattspyrnu en Magnús hefur um árabil verið ritstjóri fótboltavefsíðunnar Fótbolti.net.

Magnús er þó ekki reynslulaus í þjálfun því hann var aðstoðarþjálfari Arnars Hallssonar hjá Aftureldingu á síðustu leiktíð en Magnús lék lengi með Aftureldingu auk þess sem hann spilaði með Leikni R. og Huginn Seyðisfirði á leikmannaferli sínum.

Magnús er þrítugur að aldri en Enes Cogic mun verða honum til aðstoðar. Enes var á sínum tíma aðalþjálfari Aftureldingar.

Afturelding var nýliði í Inkasso-deildinni á síðustu leiktíð og tryggði sér áframhaldandi veru þar í lokaumferðinni en Mosfellingar fengu aðeins einu stigi meira en Haukar sem féllu niður í 2.deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×