Ákvörðun Gretu Thunberg „það eina rétta í stöðunni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. október 2019 10:30 Fulltrúar landssamtaka ungmennafélaga á Norðurlöndum funduðu með forsætisráðherrum á Norðurlandaráðsþingi í gær. norden.org/Johannes Jansson „Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG. Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
„Við tökum undir hennar ákvörðun. Við styðjum hana í þessu og vonum að forsætisráðherrarnir á Norðurlöndum taki þetta til sín og hætti að verðlauna okkur fyrir það sem við erum að gera og frekar vinna að því að breyta,“ segir Una Hildardóttir, formaður Landssambands ungmennafélaga um ákvörðun Gretu Thunberg um að afþakka umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs. Una var meðal þeirra fulltrúa ungu kynslóðarinnar sem í gærmorgun áttu fund með forsætisráðherrum Norðurlanda á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir í Stokkhólmi. Loftslagsváin og sjálfbær þróun voru meginefni fundarins að sögn Unu en hann fulltrúar frá öllum landssamtökum ungmennafélaganna á Norðurlöndum.Sjá einnig: Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Hún segir hópinn algjörlega styðja ákvörðun Thunberg. „Sumum fannst þetta kannski svolítið leiðinlegt að hún væri ekki að taka við peningnum og koma honum áfram til samtaka ungs fólks sem er að berjast um allan heim,“ segir Una en verðlaunin námu 350 þúsund dönskum krónum, eða tæpum 6,5 milljónum íslenskra króna. „En ef vandamálið væru peningar þá væri náttúrlega ekkert mál að safna pening og koma honum áfram en okkur fannst þetta það eina rétta í stöðunni. Og það er algjörlega rétt að það þarf ekki fleiri umhverfisverðlaun, við þurfum ekki að vera að verðlauna hvort annað heldur eigum við bara að gera meira,“ segir Una.Munaðarlaus verðlaunagripur. Greta Thunberg afþakkaði umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2019 í mótmælaskyni.norden.org/Magnus FroderbergÁ fundinum í gærmorgun kynntu forsætisráðherrarnir stefnu sína í umhverfismálum til 2030. „Okkur leist ágætlega á hana en það er þó alltaf hægt að gera betur og við komum með spurningar þar sem við vorum að fara yfir það sem við sjáum sem gloppur í skipulaginu ef svo má segja, hvað okkur finnst að megi gera betur,“ segir Una. Fundurinn var haldinn að frumkvæði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en Una segir að Landssamband ungmennafélaga ætli að þrýsta á um að annar sambærilegur fundur fari fram þegar Norðurlandaráðsþing fer fram á Íslandi á næsta ári. „Ungt fólk eru stærstu hagsmunaraðilarnir þegar kemur að loftslagsvánni. Fyrir okkar kynslóðir eru áhrif loftslagsbreytinga ekki fjarlæg hætta heldur raunveruleiki nútímans. Þess vegna settum við mikla áherslu á að norrænu forsætisráðherrarnir hafi samráð við lýðræðislega kjörna fulltrúa ungmenna á öllum stigum stefnumótunar þegar kemur að sjálfbærri þróun og loftslagsbreytingum. Fulltrúar ungmennafélaganna voru sammála um að fundurinn hafi verið of stuttur og samræður ekki nægilega ítarlegar en hann hafi vissulega verið gott fyrsta skref í átt að frekari samráði,“ segir Una.Una Hildardóttir er formaður Landssamtaka ungmennafélaga og varaþingmaður VG.
Loftslagsmál Svíþjóð Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12