Fundu fyrir afar fjandsamlegu viðmóti Hjörvar Ólafsson skrifar 31. október 2019 13:00 Gylfi Þór Sigurðsson fór snemma út og tókst að vinna sig upp í ensku úrvalsdeildina. Getty/TF-Images Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Töluverður fjöldi íslenskra stráka freistar gæfunnar í hinum harða heimi atvinnumennskunnar í knattspyrnu. Sumir komast í gegnum nálaraugað og fá atvinnumannssamning á meðan aðrir koma aftur heim. Knattspyrnuþjálfarinn Guðjón Þór Ólafsson er að vinna að rannsókn um upplifun íslenskra leikmanna, sem skrifað hafa undir atvinnumannssamning á aldrinum 15 til 18 ára, af veru sinni hjá erlendum liðum. „Það sem kom mér kannski einna helst á óvart var þegar leikmennirnir lýstu því fjandsamlega viðmóti sem þeir urðu fyrir af hendi liðsfélaga sinna. Bæði á æfingum og í klefanum eftir æfingar. Þarna er engin miskunn og leikmenn teknir föstum tökum. Þetta var ákveðið sjokk fyrir þá, þeir vissu vel að heimurinn þarna úti væri harður en sú mikla harka sem þeir upplifðu í sinn garð kom þeim í opna skjöldu,“ segir Guðjón Þór í samtali við Fréttablaðið. „Þá lýstu þeir því að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti fundið fyrir einmanaleika og depurð. Til að mynda þegar þeir fá send myndskeið þar sem félagarnir eru að skemmta sér fjarri þeim. Sumir fóru með fjölskyldu sína með sér og það hafði bæði kosti og galla. Þeir lýstu annars vegar þægindum við að hafa félagslegt net í kringum sig og öryggið við að hafa einhvern til staðar þegar eitthvað bjátar á. Aðrir fundu hins vegar fyrir því að það hefði hamlað þeim að komast betur inn í málin félagslega á nýjum stað. Þeir sem áttu fjölskyldumeðlim sem hafði sjálfur verið í atvinnumennsku voru þó líklegri til þess að pluma sig sjálfir,“ segir hann. „Þeir einstaklingar sem komust alla leið inn í aðallið félaganna voru heilt yfir heilsteyptir karakterar. Aftur á móti var ekki klippt og skorið að ein leið hentaði betur en önnur til þess að tækla atvinnumennskuna. Af þeim sem komu heim fannst sumum þeim hafa mistekist og voru niðurbrotnir í einhvern tíma. Verið væri að hrifsa af þeim draum með höfnuninni. Aðrir litu þannig á hlutina að þeir væru þakklátir fyrir tækifærið og það að fá tækifærið væri lærdómur sem þeir gætu nýtt sér,“ segir Guðjón sem kynnir niðurstöður sínar á málstofu í Háskóla Íslands klukkan 13.15 í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Sjá meira