Varð gagntekinn af gítartónum Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 31. október 2019 07:30 Manuel Barrueco hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims. Hann kemur fram í Salnum á sunnudag. Fréttablaðið/Ernir Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Gítarleikarinn Manuel Barrueco heldur einleikstónleika í Salnum sunnudaginn 3. nóvember klukkan 16. Á efnisskrá tónleikanna eru verk frá Kúbu og Spáni, en sterk tengsl eru á milli þessara landa því Kúba var lengi spænsk nýlenda. Listamaðurinn verður einnig með masterklass 4. og 5. nóvember í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hann hefur áður haldið vel sótta tónleika hér á landi, en eiginkona hans er íslensk. Barrueco er einn fremsti gítarleikari heims og hefur verið tilnefndur til fjölda Grammy-verðlauna. Hann hefur starfað með mörgum af fremstu listamönnum heims og má þar nefna Placido Domingo og Barböru Hendricks. Fjöldinn allur af hljómplötum og geisladiskum með leik hans hefur komið út. Nýlega var gerð heimildarmynd um hann sem sýnd hefur verið víðs vegar um Bandaríkin.Óttaðist um móður sína Barrueco ólst upp á Kúbu og byrjaði að leika á gítar átta ára gamall. „Tónlist skiptir miklu máli í kúbönsku samfélagi. Frændur mínir fóru að leika á gítar og systur mínar tvær vildu læra á gítar. Tónlistarkennslan fór fram á heimilinu, ég varð gagntekinn og bað um að fá að læra líka,“ segir hann. Hann flutti til Bandaríkjanna þegar hann var fjórtán ára gamall með fjölskyldu sinni. „Sem krakki gekk ég í kaþólskan skóla og lífið var þægilegt fyrir byltingu. Fjölskyldumeðlimir voru ekki kommúnistar og það að vera ekki kommúnisti í kommúnísku þjóðfélagi var erfitt og nokkrir fjölskyldumeðlimir voru fangelsaðir. Fjölskyldan ákvað að flytja til Bandaríkjanna og það tók fimm ár að fá leyfi og í millitíðinni var faðir minn sviptur vinnu sinni. Þessi tími var erfiður. Ég óttaðist sérstaklega um móður mína sem talaði mjög opinskátt gegn stjórnvöldum. Ég var hræddur um að eitthvað myndi henda hana. Þegar við komum til Bandaríkjanna hvarf sá ótti. Svo byrjuðum við að aðlagast nýju landi.“ Veraldarvanur prestur Það eru orðin 52 ár síðan hann flutti frá Kúbu og hann hefur ekki komið þangað síðan. „Þar er einræðisstjórn og meðan svo er vil ég ekki koma þangað. Ef ég myndi snúa aftur í heimabæ minn myndi ég nánast ekki þekkja neinn. Fjölskyldumeðlimir eru dánir eða fluttir þaðan. Ég myndi hitta gamalt fólk sem ég þekkti sem barn og myndi ekki þekkja það aftur. Eina manneskju myndi ég þó örugglega þekkja. Þegar ég var ellefu ára nemandi í tónlistarskólanum þá var annar nemandi ári yngri en ég. Hann var mjög veraldarvanur, átti kærustu og mig langaði alltaf til að verða eins og hann. Hann varð síðan kaþólskur prestur og við höfum nokkrum sinnum hist í Bandaríkjunum.“ Barrueco hefur náð gríðarlega langt í list sinni en er afar tregur til að ræða um velgengni sína. „Mér hefur gengið vel,“ segir hann af stakri hógværð.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira