Menntadagur Garðabæjar: Kynningar á yfir 40 fjölbreyttum þróunarverkefnum skólanna í bænum Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar 31. október 2019 10:06 Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skóla - og menntamál Sigríður Hulda Jónsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntadagur Garðabæjar hefur fest sig í sessi sem fróðlegt og skemmtilegt stefnumót skólafólks í Garðabæ. Dagurinn var haldinn í fjórða skiptið sl. föstudag 25. október, en þá koma saman starfsmenn allra leik- og grunnskóla í Garðabæ. Kennarar og aðrir sérfræðingar kynna fjölbreytt þróunarverkefni sem hafa verið styrkt úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla Garðabæjar, meistaraverkefni eru kynnt, kennarar Fjölbrautaskólans í Garðabæ fjalla um nýjungar í kennsluháttum, auk þess sem settir eru upp sýningabásar og veggspjöld þar sem nýjungar og þróunarstarf er kynnt. Erlendur sérfræðingur fjallaði um áskoranir og leiðir í námsferlinu og bauð upp á vinnustofur fyrir leiðtogahópa. 165 milljónir til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum skapa framsækni Í Garðabæ er fjöldi af fjölbreyttum og framsæknum þróunarverkefnum á leik- og grunnskólastigi. Þróunarsjóðir hafa síðastliðin fimm ár úthlutað samtals 165 milljónum til leik- og grunnskóla og skapað kennurum og öðrum sérfræðingum skólanna aukna möguleika til að vinna á framsækinn hátt á eigin fagsviði. Þróunarverkefnin efla því bæði sérfræðingana í skólum sem vinna verkefnin, námsupplifun nemenda og skólasamfélagið okkar. Þróunarsjóður skapar nýbreytni og fjölbreytileika Meðal verkefna sem kynnt voru að þessu sinni eru: Velferð barna í Garðabæ, Nemandi dagsins; Jákvæð samskipti, Réttindasmiðja- og fræðsla, Heilsueflandi vinnustaðir, Shake it down-shake it up, Hljóðakennsla með stýrðum fyrirmælum, Ævintýraferðir, Forritun, hönnun og lífsleikni, Út fyrir kassann, Vinur okkar Lubbi, PlastPlan endurvinnslustöð, Nemendamiðuð verkefni, Sköpun, Reading Plus lesskilningsverkefni, Ritunarkennsla, Notun snjallforrita við tónsköpun, Endurgjöf nemenda, Nemendalýðræði, Atvinnutengt nám, Stærðfræði og rúmskynjun, Skapandi samstarf list- og verkgreina, Vaxandi hugarfar, Bernskulæsi, Leiðsagnarmat í stærðfræði, Gagnvirk verkefni með lestrarefninu. Mikilvægi skólaþróunar Skólastarf í Garðabæ er metnaðarfullt og sérfræðingarnir í skólunum okkar framsæknir fagmenn. Skólastarf þarf að vera í þróun þar sem það mætir sífellt nýjum áskorunum í breytilegu samfélagi. Stolt af sterkum hópi metnaðarfullra sérfræðinga í skólunum okkar er mér efst í huga eftir frábæran Menntadag Garðabæjar. Til hamingju með framsækin þróunarverkefni, skólafólk í Garðabæ! Höfundur er formaður skólanefndar grunnskóla í Garðabæ.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar