Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 12:00 Gagnaveitan byrjaði söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Fjarskipti Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur
Fjarskipti Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira