Dæmi um að Míla aftengi og rífi niður búnað samkeppnisaðila á heimilum Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2019 12:00 Gagnaveitan byrjaði söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur Fjarskipti Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur segir töluvert hafa borið á því að samkeppnisaðilinn Míla hafi orðið uppvís að því að takmarka val neytenda og hamla þannig samkeppni í fjarskiptainnviðum með því að aftengja ljósleiðara Gagnaveitunnar á heimilum við uppsetningu eigin búnaðar. Þetta sé alger óþarfi og geti valdið viðskiptavinum óþarfa raski og jafnvel tjóni. „Og í einhverjum tilfellum án þess að að viðskiptavinirnir viti er ljósleiðaraboxið fjarlægt. Okkur finnst mjög mikilvægt að menn hætti þessu. Frá árinu 2015 höfum við lagt tvo ljósleiðaraþræði í allar íbúðir til þess að samkeppnisaðili get sett upp ljósleiðaraboxið við hliðina á okkar,“ segir Erling Freyr. Gagnaveitan hafi því byrjað söfnun á upplýsingum um þau heimili sem hafi orðið fyrir barðinu á óleyfilegri aftengingu á ljósleiðaraþræði Gagnaveitunnar og þannig misst samband við Ljósleiðarann, opið gagnaflutningskerfi GR. „Það er mikil harka á fjarskiptamarkaði. Það er mikið um alls konar tilboð og við viljum hafa það þannig ef fólk vill flakka á milli fjarskiptafélaga að það þurfi ekki að fá uppsetningu inn á heimilið í hvert skipti,“ segir Erling Freyr. Í dag séu tveir ljósleiðaraþræðir á flestum heimilum á höfuðborgarsvæðinu og fólk eigi að ráða því sjálft hvort það vilji hafa eitt eða fleiri ljósleiðarabox inni á heimilum sínum. „Það er betra að hafa bæði boxin. Það er betra fyrir alla upp á framtíðina. Það sem skiptir miklu máli núna er að Póst- og fjarskiptastofnun kom út með ákvörðun fyrir nokkrum vikum sem tók á því að það væri bannað þegar heimili hefur tvo þræði að taka hinn úr sambandi. Þess vegna erum við að ræða þetta núna,“ segir Erling Freyr Guðmundsson.Vísir er í eigu Sýnar sem á fjarskiptafélagið Vodafone.Vísir/Gagnaveita Reykjavíkur
Fjarskipti Neytendur Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira