„Þetta eru peningar sem viðskiptavinir eiga inni hjá okkur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2019 12:00 Bragi Þór Antóníusson, markaðsstjóri Elko, segir að breytingarnar verði góð hvatning fyrir starfsfólk fyrirtækisins. Nú sé ennþá mikilvægara að viðskiptavinir kaupi réttu vöruna svo að henni þurfi ekki að skila. „Ég hef sjálfur lent í því að vilja skila vöru, sem er með skilarétt á milli jóla og nýárs, sem er algjörlega galið. Að maður skuli keppast við það að skila vöru þegar það eru langar raðir og oft stuttur opnunartími. Í ofanálag er varan jafnvel komin á útsölu og þú færð útsöluverðmætið fyrir, þrátt fyrir að sá sem gaf þér vöruna hafi greitt fullt verð fyrir. Það er bara ósanngjarnt,“ segir Bragi Þór Antóníusson, markaðsstjóri Elko. Raftækjaverslunin hefur boðað umtalsvert rýmri skilafrest fyrir komandi jólavertíð. Viðskiptavinir sem kaupa vöru hjá Elko í dag hafa til 24. janúar til að skila henni, gegn fullri endurgreiðslu eða inneignarnótu, þrátt fyrir að varan sé notuð. Það gerir 85 daga skilarétt, sem telja má einn þann rýmsta á landinu. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Braga í morgun lýsti hann strax yfir efasemdum sínum um að fjalla um þessar breytingar Elko. Það er oft þunn lína milli neytendafréttar og auglýsingar. Bragi tók hins vegar vel í beiðni blaðamanns um að hann myndi sleppa öllu auglýsingatali og útskýra fyrir honum breytingarnar á mannamáli.Fyrirtæki eru reglulega gagnrýnd fyrir stuttan skilafrest, sem oft er á bilinu 14 til 30 dagar, en fyrir þessum fresti hljóta að vera gildar ástæður. Hvernig komist þið hjá þeim?„Við getum að mörgu leyti nýtt stærðina okkar í það að rýmka skilafrestinn. Við höfum lengi tekið við vörum í 30 daga og erum komin með ágætlega vel smurða vél í kringum það að selja aftur notaðar vörur,“ segir Bragi. Notaða varan er hins vegar seld á lægra verði, enda ekki glæný úr kassanum - „en samkvæmt skilmálunum okkar verður varan að vera sem næst upprunalegu ástandi, innan eðlilegra marka, og við tökum ekki við vörum sem eru augljóslega skemmdar. Við förum síðan auðvitað yfir vörurnar og tryggjum að þær séu í lagi áður en við seljum þær aftur.“Einn stærsti verslunardagur ársins er handan við hornið. Þrátt fyrir að hann sé rúmum mánuði fyrir jól kemur það ekki í veg fyrir að sá sem opnar gjöfina á aðfangdag geti skilað henni mánuði síðar.Vísir/jói k.En mun ekki rýmri skilaréttur fjölga notuðum vörum, sem þið þurfið síðan að selja aftur á lægra verði?„Mögulega, en samt ekkert endilega. Þetta setur nefnilega aukinn þrýsting á okkur að tryggja að við séum að selja viðskiptavinum réttu vöruna - svo að hann þurfi ekki að skila henni og við síðan að selja vöruna aftur með lægri framlegð.“ Elko brýni fyrir sínu sölufólki að sjá til þess að viðskiptavinir „labbi pottþétt út með vöruna sem þeir leita að og þurfa,“ einmitt til að koma í veg fyrir þetta. Þar að auki dragi það úr óþarfa sóun. „Við erum ekkert endilega að flagga því, en það er alveg ofboðslega mikil sóun fólgin í því að fólk sé að kaupa rangar vörur til þess eins að setja þær ónotaðar upp í hillu og kaupa sér síðan eitthvað annað sem hentar betur.“Verði jafn sælt að gefa og þiggja Rýmri skilafresturinn tók gildi í gær og geta viðskiptavinir því skilað vörum til 24. janúar sem fyrr segir. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að 24. janúar er einmitt mánuði eftir aðfangadag. Því segir Bragi að þetta útspil Elko sé í raun framlenging á hefðbundnum 30 daga skilafresti verslunarinnar; hugsaður fyrir þau sem opna gjafir á aðfangadag, ekki bara þau sem kaupa gjafirnar löngu áður. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk vill byrja að kaupa jólagjafir snemma og við viljum að þiggjendur geti nýtt sér þennan 30 daga skilarétt, rétt eins og kaupandinn gerir alltaf.“ Þiggjandinn hefur því mánuð til að skila vörunni, annað hvort gegn fullri endurgreiðslu eða inneignarnótu í versluninni.Markaðsstjóri hvetur önnur fyrirtæki til að rýmka skilaréttinn.Vísir/vilhelmInneignarnótur í jólavertíðinni hafa sætt gagnrýni. Verslanir blása oft til útsölu eftir jól, með tilheyrandi verðlækkunum, og viðskiptavinir sem skila vörum á útsöludögum fá oftar en ekki andvirði útsöluverðmætisins - þó svo að kaupandinn hafi greitt fullt verð í aðdraganda jóla. Það er einfaldlega ósanngjarnt, að sögn Braga. „Við höfum lengi, og það er raunverulegt hugsjónastarf hjá okkur, farið miklu lengra en aðrir í þessum málum, eins og með inneignarnótur og fleira. Síðastliðin tvö ár hafa þær þannig virkað ótakmarkað,“ segir Bragi og á þar við að inneignarnótur þurfi ekki að nota fyrir ákveðinn tíma. Neytendasamtökin hafa ítrekað gert athugasemdir við inneignarnótur og gjafabréf sem renna út skömmu eftir að þau hafa verið keypt. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ eins og sagði í yfirlýsingu Neytendasamtakanna um gjafabréf flugfélaga fyrir rúmu ári.„Okkur finnst það bara vera sanngirnismál, þetta eru peningar sem viðskiptavinir eiga inni hjá okkur.“ Þar að auki sé það sérstakt kappsmál fyrir Elko, sem er með stærri fyrirtækjum á rafvörumarkaði, að vera framarlega í neytendamálum. „Ein fyrsta auglýsingin sem Elko birti, fyrir 21 ári síðan, kvað á um „Upphafið að góðu sambandi við fólkið í landinu“ og við erum ofboðslega meðvituð um það að við erum á örlitlum markaði og þurfum að eiga langtímasamband við viðskiptavinina okkar. Það er ekkert hægt að selja þeim vöruna einu sinni og sjá hann síðan ekkert aftur.“ Því verði þannig ekki neitað að hvatinn að þessum breytingum sé að auka velvild viðskiptavina í garð fyrirtækisins - „sem við trúum að við fáum til baka,“ segir Bragi. Það þýði þó ekki að hann vilji sitja einn að velvildarkjötkötlunum heldur hvetur Bragi önnur fyrirtæki til að feta í fótspor Elko í þessum málum. „The pressure is on,“ segir Bragi og hlær. Neytendur Tækni Tengdar fréttir Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina 11. júlí 2018 15:34 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
„Ég hef sjálfur lent í því að vilja skila vöru, sem er með skilarétt á milli jóla og nýárs, sem er algjörlega galið. Að maður skuli keppast við það að skila vöru þegar það eru langar raðir og oft stuttur opnunartími. Í ofanálag er varan jafnvel komin á útsölu og þú færð útsöluverðmætið fyrir, þrátt fyrir að sá sem gaf þér vöruna hafi greitt fullt verð fyrir. Það er bara ósanngjarnt,“ segir Bragi Þór Antóníusson, markaðsstjóri Elko. Raftækjaverslunin hefur boðað umtalsvert rýmri skilafrest fyrir komandi jólavertíð. Viðskiptavinir sem kaupa vöru hjá Elko í dag hafa til 24. janúar til að skila henni, gegn fullri endurgreiðslu eða inneignarnótu, þrátt fyrir að varan sé notuð. Það gerir 85 daga skilarétt, sem telja má einn þann rýmsta á landinu. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Braga í morgun lýsti hann strax yfir efasemdum sínum um að fjalla um þessar breytingar Elko. Það er oft þunn lína milli neytendafréttar og auglýsingar. Bragi tók hins vegar vel í beiðni blaðamanns um að hann myndi sleppa öllu auglýsingatali og útskýra fyrir honum breytingarnar á mannamáli.Fyrirtæki eru reglulega gagnrýnd fyrir stuttan skilafrest, sem oft er á bilinu 14 til 30 dagar, en fyrir þessum fresti hljóta að vera gildar ástæður. Hvernig komist þið hjá þeim?„Við getum að mörgu leyti nýtt stærðina okkar í það að rýmka skilafrestinn. Við höfum lengi tekið við vörum í 30 daga og erum komin með ágætlega vel smurða vél í kringum það að selja aftur notaðar vörur,“ segir Bragi. Notaða varan er hins vegar seld á lægra verði, enda ekki glæný úr kassanum - „en samkvæmt skilmálunum okkar verður varan að vera sem næst upprunalegu ástandi, innan eðlilegra marka, og við tökum ekki við vörum sem eru augljóslega skemmdar. Við förum síðan auðvitað yfir vörurnar og tryggjum að þær séu í lagi áður en við seljum þær aftur.“Einn stærsti verslunardagur ársins er handan við hornið. Þrátt fyrir að hann sé rúmum mánuði fyrir jól kemur það ekki í veg fyrir að sá sem opnar gjöfina á aðfangdag geti skilað henni mánuði síðar.Vísir/jói k.En mun ekki rýmri skilaréttur fjölga notuðum vörum, sem þið þurfið síðan að selja aftur á lægra verði?„Mögulega, en samt ekkert endilega. Þetta setur nefnilega aukinn þrýsting á okkur að tryggja að við séum að selja viðskiptavinum réttu vöruna - svo að hann þurfi ekki að skila henni og við síðan að selja vöruna aftur með lægri framlegð.“ Elko brýni fyrir sínu sölufólki að sjá til þess að viðskiptavinir „labbi pottþétt út með vöruna sem þeir leita að og þurfa,“ einmitt til að koma í veg fyrir þetta. Þar að auki dragi það úr óþarfa sóun. „Við erum ekkert endilega að flagga því, en það er alveg ofboðslega mikil sóun fólgin í því að fólk sé að kaupa rangar vörur til þess eins að setja þær ónotaðar upp í hillu og kaupa sér síðan eitthvað annað sem hentar betur.“Verði jafn sælt að gefa og þiggja Rýmri skilafresturinn tók gildi í gær og geta viðskiptavinir því skilað vörum til 24. janúar sem fyrr segir. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á því að 24. janúar er einmitt mánuði eftir aðfangadag. Því segir Bragi að þetta útspil Elko sé í raun framlenging á hefðbundnum 30 daga skilafresti verslunarinnar; hugsaður fyrir þau sem opna gjafir á aðfangadag, ekki bara þau sem kaupa gjafirnar löngu áður. „Við gerum okkur grein fyrir því að fólk vill byrja að kaupa jólagjafir snemma og við viljum að þiggjendur geti nýtt sér þennan 30 daga skilarétt, rétt eins og kaupandinn gerir alltaf.“ Þiggjandinn hefur því mánuð til að skila vörunni, annað hvort gegn fullri endurgreiðslu eða inneignarnótu í versluninni.Markaðsstjóri hvetur önnur fyrirtæki til að rýmka skilaréttinn.Vísir/vilhelmInneignarnótur í jólavertíðinni hafa sætt gagnrýni. Verslanir blása oft til útsölu eftir jól, með tilheyrandi verðlækkunum, og viðskiptavinir sem skila vörum á útsöludögum fá oftar en ekki andvirði útsöluverðmætisins - þó svo að kaupandinn hafi greitt fullt verð í aðdraganda jóla. Það er einfaldlega ósanngjarnt, að sögn Braga. „Við höfum lengi, og það er raunverulegt hugsjónastarf hjá okkur, farið miklu lengra en aðrir í þessum málum, eins og með inneignarnótur og fleira. Síðastliðin tvö ár hafa þær þannig virkað ótakmarkað,“ segir Bragi og á þar við að inneignarnótur þurfi ekki að nota fyrir ákveðinn tíma. Neytendasamtökin hafa ítrekað gert athugasemdir við inneignarnótur og gjafabréf sem renna út skömmu eftir að þau hafa verið keypt. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ eins og sagði í yfirlýsingu Neytendasamtakanna um gjafabréf flugfélaga fyrir rúmu ári.„Okkur finnst það bara vera sanngirnismál, þetta eru peningar sem viðskiptavinir eiga inni hjá okkur.“ Þar að auki sé það sérstakt kappsmál fyrir Elko, sem er með stærri fyrirtækjum á rafvörumarkaði, að vera framarlega í neytendamálum. „Ein fyrsta auglýsingin sem Elko birti, fyrir 21 ári síðan, kvað á um „Upphafið að góðu sambandi við fólkið í landinu“ og við erum ofboðslega meðvituð um það að við erum á örlitlum markaði og þurfum að eiga langtímasamband við viðskiptavinina okkar. Það er ekkert hægt að selja þeim vöruna einu sinni og sjá hann síðan ekkert aftur.“ Því verði þannig ekki neitað að hvatinn að þessum breytingum sé að auka velvild viðskiptavina í garð fyrirtækisins - „sem við trúum að við fáum til baka,“ segir Bragi. Það þýði þó ekki að hann vilji sitja einn að velvildarkjötkötlunum heldur hvetur Bragi önnur fyrirtæki til að feta í fótspor Elko í þessum málum. „The pressure is on,“ segir Bragi og hlær.
Neytendur Tækni Tengdar fréttir Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina 11. júlí 2018 15:34 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina 11. júlí 2018 15:34
Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08