Gagnrýna flugfélögin vegna gildistíma gjafabréfa Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. júlí 2018 15:34 Neytandasamtökin segjast ekki geta ráðlagt fólki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttablaðið/GVA Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
Neytendasamtökin segja að þau gjafabréf sem langmest er kvartað yfir til samtakanna séu gjafabréf flugfélaganna. Allt of algengt sé að gildistími þeirra renni út áður en eigandinn nær að nýta sér inneignina og eru samtökin gagnrýnin á Icelandair og WOW air vegna gjafabréfanna.Í frétt á vef samtakanna segir að samtökin hafi í gegnum tíðina gagnrýnt skamman gildistíma gjafabréfanna og telja samtökin að eðlilegur gildistími þeirra ætti að vera fjögur ár, sem sé almennur fyrningarfrestur á kröfum. Gildistími á gjafabréfum Icelandair er tvö ár en WOW air seldi gjafabréf sem voru í gildi í eitt ár, en er hætt að selja gjafabréf eftir kvörtun Neytendasamtakanna. „Samkvæmt þeim kvörtunum sem samtökunum berast vegna gjafabréfa WOW air hefur hins vegar verið lítill vilji til að framlengja gildistímann. Neytendasamtökin hvetja WOW air til að leysa úr þeim gjafabréfamálum sem út af standa enda skilmálar gjafabréfanna beinlínis ósanngjarnir,“ segir í fréttinni þar sem einnig er bent á að enn berist kvartanir vegna gjafabréfa WOW air þrátt fyrir að látið hafi verið af sölu þeirra. Þá berist einnig kvartanir vegna gjafabréfa Icelandair en þær eru færri enda gildistíminn aðeins lengri. Hvetja samtökin þó Icelandair til þess að lengja gildistímann í fjögur ár. „Fyrirtæki sem selja gjafabréf hafa fengið fjármagn inn í reksturinn og í raun mætti í þessu sambandi tala um vaxtalaust lán. Það er því í hæsta máta óeðlilegt að inneignin fyrnist án þess að neytandinn hafi nokkuð um það að segja,“ segir í fréttinni og ráðleggja samtökin neytendum ekki að kaupa gjafabréf flugfélaganna.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur WOW Air Tengdar fréttir „Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12 Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08 Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Elísabet Hanna til Bara tala Viðskipti innlent Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Fleiri fréttir Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Sjá meira
„Óþolandi“ að fyrirtæki skilyrði gildistíma gjafabréfa Í leiðbeinandi reglum um skilarétt er talað um fjögurra ára gildistíma á gjafabréfum en fjölmörg fyrirtæki hafa gildistíma mun styttri. 18. mars 2018 12:12
Óljós réttur neytenda varðandi gjafabréf Níu þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skipaður verði starfshópur til að fara yfir verklagsreglur varðandi skilarétt neytenda og tímamörk varðandi gjafabréf og inneignarnótur. Flutningsmaður tillögunnar segir að réttur neytenda í þessum málum sé óljós og reglurnar mismunandi eftir verslunum. 28. mars 2018 14:08