Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. Misjafnt er á milli lækna hversu hátt aukagjaldið er og yfirleitt leggst það á alla. Líka börn, aldraða og öryrkja. Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Móðir situr uppi með milljón króna skuld eftir að dóttir hennar stofnaði til viðskipta með hjálp íslykils. Þjóðskrá mælist til þess að fyrirtæki bjóði viðskiptaavinum sínum ekki upp á að nota einfaldan íslykil til að stofna til fjárhagsskuldbindinga.

Við fjöllum nánar um þetta í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá Hrekkjavökunni sem er í dag en svo virðist sem hin ameríska hefð sé búin að festa sig í sessi hér á landi.

Þetta og meira til í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×