Methiti í september jafnaður Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2019 10:22 Mengunarmistur yfir borginni Davao á Filippseyjum frá skógareldum á Indónesíu af völdum þurrka í september. Vísir/EPA Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Meðalhiti jarðar í september jafnaði hlýjasta septembermánuð frá því að beinar mælingar hófust. Samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna (NOAA) stefnir í að árið í ár verði það annað hlýjasta í mælingasögunni. Hitinn var 0,95°C yfir meðaltali 20. aldar í september, sá sami og methitinn sem mældist í september árið 2015. September var jafnframt 43. septembermánuðurinn í röð og 417. mánuðurinn í röð með hita yfir meðaltalinu. NOAA telur nú nær öruggt að 2019 verði á meðal fimm hlýjustu ára frá upphafi mælinga fyrir um 140 árum. Líklegast verði það á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið. Mánaðarmet var slegið á 7,93% land- og hafsvæða jarðar í september. Hvergi var kuldamet slegið. Sérstaklega hlýtt var í Norður-Ameríku og á norðurhveli almennt í september. Hitamet var slegið yfir Norður-Ameríku og í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Mexíkóflóa og í kringum Havaí var mánuðurinn sá þriðji hlýjasti frá því að mælingar hófust. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Reykjavík 2,3 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og einni gráðu yfir meðallagi síðustu tíu ára. Útbreiðsla hafíss á norðurskautinu í september var sú þriðja minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust undir lok 8. áratugarins. Hún var rétt tæpum þriðjungi undir meðaltali áranna 1981 til 2010. Þegar útbreiðsla hafíssins var minnst í lok sumars nam hún um 4,1 milljón ferkílómetra. Það var önnur minnsta lágmarksútbreiðsla hafíssins, jöfn í öðru sæti með árunum 2007 og 2016. Við Suðurskautslandið var hafísþekjan 1,3% minni en að meðaltali á milli 1981 og 2010. Útbreiðslan var sú þrettánda minnsta þar í mælingasögunni. Tölur NOAA lýsa þeirri hnattrænu hlýnun sem menn hafa valdið á jörðinni frá iðnbyltingu með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi. Eins og veðurfræðingar Washington Post benda þó á er hlýnun jarðar ekki línuleg þar sem hvert ár er því fyrra hlýrra. Hnattræn hlýnun er mæld yfir lengri tímabil, að minnsta kosti áratugi og þaðan af lengur.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21 Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Tæpur helmingur evrópskra trjátegunda í útrýmingarhættu Trén eru meðal annars í hættu vegna ýmissa athafna manna. Af þeim trjám sem eru hvergi til nema í Evrópu eru 58% í einhverri útrýmingarhættu. 27. september 2019 12:21
Vegum lokað og fjallakofar rýmdir í hlíðum Mont Blanc Um 250 þúsund rúmmetrar af ís eru í hættu á að brotna frá Planpincieux-jöklinum. 25. september 2019 07:08
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00