Stórt skref í íbúalýðræði Dóra Magnúsdóttir skrifar 22. október 2019 07:00 Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dóra Magnúsdóttir Reykjavík Mest lesið Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ný íbúaráð í hverfum og borgarhlutum Reykjavíkur taka til starfa á næstu vikum og standa vonir okkar, sem að undirbúningi nýrra ráða höfum staðið, að hér verði tekið stórt skref í lýðræðisátt. Ég tók við formennsku í hverfisráði Háaleitis og Bústaða vorið 2014 og fannst mér ég heyra það víða frá að hverfisráðin væru ekki að sinna sínu hlutverki nægilega vel. Eftir á að hyggja voru þetta fremur óheppileg skilaboð sem trufluðu mig í að mynda mér sjálfstæða skoðun á starfinu. Ég gerði þó mitt besta til að læra „umferðarreglurnar“ í þessari vinnu og kynnast því hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Eftir nokkurn tíma varð ég þess áskynja að hverfisráðin höfðu í reynd heilmikið að segja og lögðu oft heilmikið af mörkum á vogarskálarnar við að breyta ýmsu varðandi málefni hverfanna, bæði stór og smá, þó svo áhrifin væru stundum lítt sýnileg og árangur af vinnunni tók oft langan tíma. Hverfisráðin gömlu voru svo sannarlega ekki fullkomin og það var orðið tímabært að endurskoða þau frá A-Ö. Það hefur nú verið gert með tilkomu nýrra íbúaráða sem munu taka til starfa á næstu vikum. Fljótlega eftir að nýr meirihluti tók til starfa í Reykjavík var ákveðið að hverfisráðin myndu ekki taka til starfa í óbreyttri mynd eða þar til niðurstaða væri komin varðandi breytingar á fyrirkomulagi þeirra. Farið var í mikið og víðtækt samráð við fólk í hverfum borgarinnar og ótal hugmyndum safnað. Þeir þættir sem voru gagnrýndir í samráðsferlinu voru of hátt hlutfall kjörinna fulltrúa í gömlu ráðunum, en þeir voru fimm, þrír úr meirihluta og tveir úr minnihluta en fulltrúum íbúasamtaka bauðst að sitja fundina sem áheyrnarfulltrúar. Þessu hefur nú verið breytt þannig að nú eru helmingaskipti, þrír kjörnir fulltrúar og þrír fulltrúar úr grasrótarstarfi hverfanna; einn fulltrúi íbúasamtaka, einn fulltrúi foreldrafélags skólastarfs og einn slembivalinn og hafa allir fulltrúar kosningarétt og sama vægi í ráðinu. Mikilvægt þótti að halda inni kjörnum fulltrúum vegna tengsla við stjórnsýslu borgarinnar; fagsvið, pólitísk ráð og nefndir en að sama skapi var mikilvægt að gera fulltrúum félagsstarfs í hverfunum hærra undir höfði. Nú verður í fyrsta sinn gerð tilraun með slembival fulltrúa í hverfastarfi en slíkt fyrirkomulag hefur gefist vel víða erlendis. Sú staða er uppi í flestum borgarhlutum að fleiri en ein íbúasamtök og foreldrafélög eru starfandi en þeim gefst kostur á að skipta hlutverkinu á milli sín á tímabilinu. Þetta fyrirkomulag íbúaráðanna er tilraunaverkefni sem verður endurmetið eftir eitt ár. Það sem skiptir þó mestu máli, og er að mínu mati eitt mikilvægasta lýðræðisskref sem tekur hefur verið í málefnum borgarbúa síðustu áratugi, er að nú verða fundirnir opnir sem þýðir að fulltrúar alls félagsstarfs í hverfunum, sem ekki eiga formlegan fulltrúa hverju sinni, geta mætt á fundi, sent inn tillögur innan ákveðins tímaramma og tekið þátt í umræðum um þau málefni sem verða á dagskrá funda íbúaráðanna. Á það sama að sjálfsögðu við um alla íbúa hverfanna.Höfundur er nýskipaður formaður Íbúaráðs Háaleitis og Bústaða
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun