Dæmdir fyrir peningaþvætti og kannabisræktun en komu undan stærstum hluta gróðans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 09:00 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing. Dómsmál Fíkn Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Tveir karlmenn á Austfjörðum hafa verið dæmdir í tíu mánaða fangelsi, skilorðsbundið að stærstum hluta, fyrir ræktun á kannabisplöntum, sölu og dreifingu á fíkniefnum og peningaþvætti. Talið er að þeir hafi hagnast um fleiri milljónir króna en aðeins brot af fjármununum var gert upptækt. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands í síðustu viku. Það var í september í fyrra sem lögregla handtók tvo karlmenn og raunar sambýliskonur þeirra líka eftir að rannsókn hafði staðið yfir í nokkurn tíma á kannabisrækt. Svo fór að aðeins karlmennirnir voru ákærðir og játuðu þeir báðir brot sín. Í þeim fólst ræktun á 46 kannabisplöntum í iðnaðarhúsnæði á Austfjörðum, ræktun á 13 plöntum í bíl sem var geymdur í sama húsnæði og að lokum 74 plöntur í gámi nokkrum. Helmingur plantnanna var tæplega metri á hæð en helmingurinn undir hálfum metra. Milljónir horfnar af bankreikningum Mennirnir voru hvor fyrir sig ákærðir fyrir peningaþvætti. Annar með því að hafa fram að handtökunni í september í fyrra tekið við, aflað sér, geymt og eða umbreytt ávinningi af sölu og dreifingu fíkniefnanna um 7,3 milljónum króna. Hluti fjármunanna fannst við leit í bíl hans, rúmlega hálf milljón króna, rúmlega 400 þúsund krónur á reikningi eiginkonu hans og að lokum rúmlega sex milljónir króna á hans reikningi.Hinn karlmaðurinn hafði rúmlega 7,8 milljónir króna upp úr peningaþvættinu. Þarf af var stærstur hlutinn rúmlega sjö milljónir króna inni á bankareikningi hans.Var gerð krafa um að þeir fjármunir sem fundust yrðu gerðir upptækir. Féllst dómurinn á það. Hins vegar var stærstur hluti fjármunanna, sá sem var inni á bankareikningi mannanna, horfinn þegar lögregla greip til aðgerða. Því nam upphæðin sem gerð var upptæk á aðra milljón króna að endingu en ekki rúmlega fimmtán milljónum sem ákært var og sakfellt fyrir í peningaþvættisanga málsins.Auk þess voru gerð upptæk ýmis tæki sem nýtt voru við ræktunina s.s. viftur, grópurlampar, loftblásari, ræktunarlampar og fleira.Fallið frá ákæru gegn betri helmingum Sem fyrr segir voru konur mannanna sömuleiðis ákærðar í málinu en fallið var frá ákæru á hendur þeim við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá lá meðal annars fyrir yfirlýsing annarrar konunnar í málinu.Fyrir dómi játuðu mennirnir tveir skýlaust brot sín eins og þeim var lýst í ákæru. Hvorugur hafði áður gerst sekur um refsingu og með hliðsjón af því var ákveðið að tíu mánaða fangelsi, þar af átta mánuðir skilorðsbundnir, væri hæfileg refsing.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira