Skilvirkara Samkeppniseftirlit Hallmundur Albertsson skrifar 23. október 2019 07:34 Í byrjun vikunnar kynnti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagafrumvarp til breytinga á samkeppnislögum. Er breytingunum ætlað að bæta framkvæmd laganna og uppfæra hluta þeirra til samræmis við gildandi EES-rétt. Um er að ræða veigamiklar breytingar og sætir frumvarpið því miklum tíðindum. Í þessari grein verður sjónum beint að þeim nauðsynlegu og tímabæru breytingum sem stuðla munu að skilvirkara samkeppniseftirliti. Til að samkeppniseftirlit virki sem skyldi er skilvirkni þess grundvallaratriði svo ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. Að samkeppnisyfirvöld geti leyst með skjótum hætti úr þeim málum sem eru fyrirliggjandi samhliða því að ekki er slegið af kröfum um vandaða málsmeðferð og nægjanlega rannsókn í hverju máli. Samkeppnisyfirvöldum á Íslandi hefur gjarnan verið legið á hálsi að málsmeðferð í kvörtunarmálum sé tímafrek og loksins þegar niðurstaða liggur fyrir í málum sé það langt liðið frá þeirri háttsemi sem var til skoðunar að niðurstaðan hefur takmarkaða þýðingu. Undanfarin ár hefur umfang samrunamála aukist verulega hjá Samkeppniseftirlitinu og hefur eftirlitið því forgangsraðað í þágu þeirra mála. Samkeppniseftirlitinu hefur því verið enn þrengri stakkur sniðinn til að sinna sínu mikilvægasta hlutverki sem er að uppræta ólögmætt samráð og vinna gegn öðrum samkeppnishömlum á markaði. Afleiðingar þessarar stöðu eru m.a. þær að fyrirtæki veigra sér við að senda Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óvissu um tímalengd mála og það hvort erindi nái yfirhöfuð inn á forgangslista eftirlitsins enda dæmi um að mál séu ekki tekin til formlegrar efnismeðferðar sökum anna eftirlitsins. Mikilvægasta breytingin er í 3. gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að skylda fyrirtækja til að leita heimildar Samkeppniseftirlitsins til að fá undanþágu fyrir samstarfi verði afnumin. Oftast er þá um að ræða samstarf fyrirtækja á sama sölustigi (lárétt samstarf) eða fyrirtækja sem starfa á sitt hvoru sölustiginu innan sömu virðiskeðju (lóðrétt samstarf). Tillagan sækir fyrirmynd sína í reglugerð ESB sem tók gildi í flestum ríkjum EES-svæðisins 1. maí 2004. Í stuttu máli felur breytingin í sér, að í stað þess að fyrirtæki leiti eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins til að eiga með sér samstarf þá bera þau sjálf ábyrgð á því að samstarf þeirra brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Við það mat njóta þau leiðbeininga sem Samkeppniseftirlitinu verði skylt að gefa út að evrópskri fyrirmynd. Í stað óvissu sem fylgir bið eftir niðurstöðu stjórnvalda í undanþágumáli geta fyrirtæki því efnt til samstarfs en verða þó að gæta þess að samningar þeirra á milli og öll samskipti brjóti ekki gegn banni við samkeppnishamlandi samstarfi og samskiptum fyrirtækja. Ákvæðið um samstarf fyrirtækja á sérstaklega vel við á Íslandi þar sem reikna verður með því að sífellt harðari alþjóðleg samkeppni og örar tækniframfarir geri það að verkum að þörf fyrir samnýtingu á þekkingu og innviðum verði ríkari en áður til að auka velsæld, þó ávallt þurfi að sýna fram á að samstarf skili á endanum ábata til neytenda. Þó breytingin láti ekki mikið yfir sér olli hún gjörbreytingu á skilvirkni samkeppniseftirlits í flestum Evrópuríkjum í kjölfar innleiðingar á árinu 2004. Með því losnaði verulega um þann mannauð sem vinnur hjá eftirlitsstofnunum og gat þá í ríkara mæli einbeitt sér að því að uppræta samráð og vinna gegn misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu auk annarra verkefna. Önnur tillaga sem fram kemur í 9. gr. frumvarpsins er heimild Samkeppniseftirlitsins til að ljúka málum með sátt gegn því að fyrirtæki taki á sig skuldbindingar sem binda enda á samkeppnistakmarkanir. Það hefur færst mjög í vöxt við framkvæmd samkeppnisréttar í Evrópu að málum hafi lokið með sátt. Nokkur dæmi eru einnig um það í íslenskri framkvæmd, sem er vel. Stór mál sem hafa verið til lykta leidd með sátt hafa þá tekið mun skemmri tíma en áralangur tímafrekur ágreiningur á tveimur stjórnsýslustigum og 2-3 dómstigum ef mál fara alla leið. Með því getur fengist umtalsvert skjótari niðurstaða auk þess sem leyst er úr þeim samkeppnishömlum sem kunna að vera fyrir hendi á viðkomandi markaði, til hagsbóta fyrir neytendur. Í frumvarpinu eru jafnframt lagðar til mikilvægar breytingar á veltumörkum í samrunamálum. Í stað þess að miða samanlagða heildarveltu við 2 milljarða króna á Íslandi verður miðað við 3 milljarða og a.m.k. tvö fyrirtæki sem aðild eiga að samrunanum þurfa að hafa a.m.k. 300 milljóna króna ársveltu á Íslandi í stað 200 milljóna króna áður. Tillagan er mjög til bóta og mun koma í veg fyrir óþarfa samrunatilkynningar og málsmeðferð samkeppnisyfirvalda í málum sem engin áhrif hafa á hag neytenda. Ljóst er að ágreiningur mun verða um tillögur frumvarpsins um niðurfellingu heimildar Samkeppniseftirlitsins að skjóta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og niðurfellingu heimildar til að gera breytingar á skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir liggi brot gegn samkeppnislögum. Nánari umfjöllun um það mun bíða betri tíma. Þó verður að benda á að við mat á því hvort rétt sé að hafa slík íþyngjandi ákvæði í lögum verði horft til samanburðar við önnur Evrópulönd. Rétt eins og of lítil reglubyrði getur skaðað neytendur ef fyrirtæki nýta sér það dregur of mikil reglubyrði úr samkeppnishæfni fyrirtækja sem skaðar á endanum hagsmuni neytenda og þjóðfélagið sem heild. Lagafrumvarp ráðherra horfir til mikilla framfara fyrir framkvæmd samkeppniseftirlits á Íslandi. Sér í lagi þau ákvæði sem auka munu skilvirkni eftirlitsins. Því er mikilvægt að ágreiningur um afmörkuð deilumál frumvarpsins, sem leysa þarf úr, stöðvi ekki þau framfaraskref sem felast í öðrum breytingartillögum. Breytingarnar eru nauðsynlegar og munu færa framkvæmdina til nútímahorfs og á endanum koma neytendum til góða.Höfundur er lögmaður hjá VÍK Lögmannsstofu og sérfræðingur í samkeppnisrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun vikunnar kynnti atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra lagafrumvarp til breytinga á samkeppnislögum. Er breytingunum ætlað að bæta framkvæmd laganna og uppfæra hluta þeirra til samræmis við gildandi EES-rétt. Um er að ræða veigamiklar breytingar og sætir frumvarpið því miklum tíðindum. Í þessari grein verður sjónum beint að þeim nauðsynlegu og tímabæru breytingum sem stuðla munu að skilvirkara samkeppniseftirliti. Til að samkeppniseftirlit virki sem skyldi er skilvirkni þess grundvallaratriði svo ábati samkeppninnar skili sér til neytenda. Að samkeppnisyfirvöld geti leyst með skjótum hætti úr þeim málum sem eru fyrirliggjandi samhliða því að ekki er slegið af kröfum um vandaða málsmeðferð og nægjanlega rannsókn í hverju máli. Samkeppnisyfirvöldum á Íslandi hefur gjarnan verið legið á hálsi að málsmeðferð í kvörtunarmálum sé tímafrek og loksins þegar niðurstaða liggur fyrir í málum sé það langt liðið frá þeirri háttsemi sem var til skoðunar að niðurstaðan hefur takmarkaða þýðingu. Undanfarin ár hefur umfang samrunamála aukist verulega hjá Samkeppniseftirlitinu og hefur eftirlitið því forgangsraðað í þágu þeirra mála. Samkeppniseftirlitinu hefur því verið enn þrengri stakkur sniðinn til að sinna sínu mikilvægasta hlutverki sem er að uppræta ólögmætt samráð og vinna gegn öðrum samkeppnishömlum á markaði. Afleiðingar þessarar stöðu eru m.a. þær að fyrirtæki veigra sér við að senda Samkeppniseftirlitinu erindi vegna óvissu um tímalengd mála og það hvort erindi nái yfirhöfuð inn á forgangslista eftirlitsins enda dæmi um að mál séu ekki tekin til formlegrar efnismeðferðar sökum anna eftirlitsins. Mikilvægasta breytingin er í 3. gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að skylda fyrirtækja til að leita heimildar Samkeppniseftirlitsins til að fá undanþágu fyrir samstarfi verði afnumin. Oftast er þá um að ræða samstarf fyrirtækja á sama sölustigi (lárétt samstarf) eða fyrirtækja sem starfa á sitt hvoru sölustiginu innan sömu virðiskeðju (lóðrétt samstarf). Tillagan sækir fyrirmynd sína í reglugerð ESB sem tók gildi í flestum ríkjum EES-svæðisins 1. maí 2004. Í stuttu máli felur breytingin í sér, að í stað þess að fyrirtæki leiti eftir samþykki Samkeppniseftirlitsins til að eiga með sér samstarf þá bera þau sjálf ábyrgð á því að samstarf þeirra brjóti ekki í bága við samkeppnislög. Við það mat njóta þau leiðbeininga sem Samkeppniseftirlitinu verði skylt að gefa út að evrópskri fyrirmynd. Í stað óvissu sem fylgir bið eftir niðurstöðu stjórnvalda í undanþágumáli geta fyrirtæki því efnt til samstarfs en verða þó að gæta þess að samningar þeirra á milli og öll samskipti brjóti ekki gegn banni við samkeppnishamlandi samstarfi og samskiptum fyrirtækja. Ákvæðið um samstarf fyrirtækja á sérstaklega vel við á Íslandi þar sem reikna verður með því að sífellt harðari alþjóðleg samkeppni og örar tækniframfarir geri það að verkum að þörf fyrir samnýtingu á þekkingu og innviðum verði ríkari en áður til að auka velsæld, þó ávallt þurfi að sýna fram á að samstarf skili á endanum ábata til neytenda. Þó breytingin láti ekki mikið yfir sér olli hún gjörbreytingu á skilvirkni samkeppniseftirlits í flestum Evrópuríkjum í kjölfar innleiðingar á árinu 2004. Með því losnaði verulega um þann mannauð sem vinnur hjá eftirlitsstofnunum og gat þá í ríkara mæli einbeitt sér að því að uppræta samráð og vinna gegn misnotkun fyrirtækja á markaðsráðandi stöðu auk annarra verkefna. Önnur tillaga sem fram kemur í 9. gr. frumvarpsins er heimild Samkeppniseftirlitsins til að ljúka málum með sátt gegn því að fyrirtæki taki á sig skuldbindingar sem binda enda á samkeppnistakmarkanir. Það hefur færst mjög í vöxt við framkvæmd samkeppnisréttar í Evrópu að málum hafi lokið með sátt. Nokkur dæmi eru einnig um það í íslenskri framkvæmd, sem er vel. Stór mál sem hafa verið til lykta leidd með sátt hafa þá tekið mun skemmri tíma en áralangur tímafrekur ágreiningur á tveimur stjórnsýslustigum og 2-3 dómstigum ef mál fara alla leið. Með því getur fengist umtalsvert skjótari niðurstaða auk þess sem leyst er úr þeim samkeppnishömlum sem kunna að vera fyrir hendi á viðkomandi markaði, til hagsbóta fyrir neytendur. Í frumvarpinu eru jafnframt lagðar til mikilvægar breytingar á veltumörkum í samrunamálum. Í stað þess að miða samanlagða heildarveltu við 2 milljarða króna á Íslandi verður miðað við 3 milljarða og a.m.k. tvö fyrirtæki sem aðild eiga að samrunanum þurfa að hafa a.m.k. 300 milljóna króna ársveltu á Íslandi í stað 200 milljóna króna áður. Tillagan er mjög til bóta og mun koma í veg fyrir óþarfa samrunatilkynningar og málsmeðferð samkeppnisyfirvalda í málum sem engin áhrif hafa á hag neytenda. Ljóst er að ágreiningur mun verða um tillögur frumvarpsins um niðurfellingu heimildar Samkeppniseftirlitsins að skjóta niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og niðurfellingu heimildar til að gera breytingar á skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir liggi brot gegn samkeppnislögum. Nánari umfjöllun um það mun bíða betri tíma. Þó verður að benda á að við mat á því hvort rétt sé að hafa slík íþyngjandi ákvæði í lögum verði horft til samanburðar við önnur Evrópulönd. Rétt eins og of lítil reglubyrði getur skaðað neytendur ef fyrirtæki nýta sér það dregur of mikil reglubyrði úr samkeppnishæfni fyrirtækja sem skaðar á endanum hagsmuni neytenda og þjóðfélagið sem heild. Lagafrumvarp ráðherra horfir til mikilla framfara fyrir framkvæmd samkeppniseftirlits á Íslandi. Sér í lagi þau ákvæði sem auka munu skilvirkni eftirlitsins. Því er mikilvægt að ágreiningur um afmörkuð deilumál frumvarpsins, sem leysa þarf úr, stöðvi ekki þau framfaraskref sem felast í öðrum breytingartillögum. Breytingarnar eru nauðsynlegar og munu færa framkvæmdina til nútímahorfs og á endanum koma neytendum til góða.Höfundur er lögmaður hjá VÍK Lögmannsstofu og sérfræðingur í samkeppnisrétti.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar