Stundaglasið Davíð Þorláksson skrifar 23. október 2019 07:39 Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Samkeppnismál Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar