Unnu verkfræðiafrek og færðu 120 ára gamlan vita Hrund Þórsdóttir skrifar 27. október 2019 21:00 Það virkar frekar snúið að lyfta og færa hundrað og tuttugu ára gamla, þúsund tonna steinbyggingu, en verkfræðingar í Danmörku afrekuðu það í vikunni. Rubjerg Knude vitinn á Norður-Jótlandi var byggður árið 1899 og þar hefur hann staðið síðan, í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Þótt hlutverki hans við að vísa sæförum leið sé lokið fyrir nokkru, þykir Dönum vænt um bygginguna og um tvö hundruð og fimmtíu þúsund gestir hafa skoðað hann á ári hverju. Þá hefur danski umhverfisráðherrann, Lea Wermelin, lýst hinum 23 metra háa vita sem þjóðargersemi. Þegar vitinn var byggður stóð hann í um 200 metra fjarlægð frá sjó en landeyðing hefur verið hröð á hinu sönduga Jótlandi. Aðeins sex metrar voru eftir og vitinn í bráðri hættu á að falla í sjó. Verkfræðisigur vannst því í vikunni þegar hinni sögufrægu byggingu var lyft upp á tvær brautir og færð eftir þeim um 70 metra leið. Hundruð heimamanna fylgdust með afrekinu, sem sýnt var frá í beinni útsendingu á helstu dönsku fréttaveitum, og náðist takmarkið á innan við tíu tímum sem áætlaðar höfðu verið í verkið. Það kostaði Dani fimm milljónir danskra króna, eða um 93 íslenskar milljónir, að tryggja framtíð vitans sem nú mun gnæfa yfir Skagerrak um ókomna framtíð. Danmörk Tækni Vitar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Það virkar frekar snúið að lyfta og færa hundrað og tuttugu ára gamla, þúsund tonna steinbyggingu, en verkfræðingar í Danmörku afrekuðu það í vikunni. Rubjerg Knude vitinn á Norður-Jótlandi var byggður árið 1899 og þar hefur hann staðið síðan, í 60 metra hæð yfir sjávarmáli. Þótt hlutverki hans við að vísa sæförum leið sé lokið fyrir nokkru, þykir Dönum vænt um bygginguna og um tvö hundruð og fimmtíu þúsund gestir hafa skoðað hann á ári hverju. Þá hefur danski umhverfisráðherrann, Lea Wermelin, lýst hinum 23 metra háa vita sem þjóðargersemi. Þegar vitinn var byggður stóð hann í um 200 metra fjarlægð frá sjó en landeyðing hefur verið hröð á hinu sönduga Jótlandi. Aðeins sex metrar voru eftir og vitinn í bráðri hættu á að falla í sjó. Verkfræðisigur vannst því í vikunni þegar hinni sögufrægu byggingu var lyft upp á tvær brautir og færð eftir þeim um 70 metra leið. Hundruð heimamanna fylgdust með afrekinu, sem sýnt var frá í beinni útsendingu á helstu dönsku fréttaveitum, og náðist takmarkið á innan við tíu tímum sem áætlaðar höfðu verið í verkið. Það kostaði Dani fimm milljónir danskra króna, eða um 93 íslenskar milljónir, að tryggja framtíð vitans sem nú mun gnæfa yfir Skagerrak um ókomna framtíð.
Danmörk Tækni Vitar Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira