Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 21:17 Ringulreið skapaðist í þinghúsinu. AP/Patrick Semasky Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. Laura Cooper, háttsettur embættismaður sem sérhæfir sig í málefnum Úkraíunu í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna, átti að bera vitni á lokuðum fundi þriggja nefnda í fulltrúadeildinni sem rannsaka hvort að Donald Trump hafi framið embættisbrot í tengslum við samskipti hans og forseta Úkraínu. Nánir samverkamenn Trump á þingi brutu sér leið inn í herbergi þar sem Cooper átti að bera vitni. Fresta þurfi yfirheyrslunum en Repúblikanarnir tístu um aðgerðir sínar, er þær áttu sér stað.Í frétt Guardian segir að nefndarmenn Demókrata hafi ekki verið par sáttir við þetta athæfi þingmannanna og að þó nokkur læti hafi skapast er Demókratar og Repúblikanar tókust á. Þingmennirnir sem stóðu að þessum aðgerðum sitja ekki í þeim þremur nefndum sem standa nú að rannsókn á embættisfærslum Trump og höfðu þeir því ekki heimild til þess að sitja yfirheyrsluna. Nokkrir núverandi og fyrrverandi embættismenn utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og Hvíta hússins hafa borið vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar síðustu vikur. Þeir hafa lýst því hvernig Trump fól Rudy Giuliani í reynd að stýra skuggautanríkisstefnu gagnvart Úkraínu sem virðist hafa verið miðuð að því að tryggja pólitíska hagsmuni Trump sjálfs frekar en sameiginlega öryggishagsmuni Úkraínu og Bandaríkjanna. William Taylor, hæst setti erindreki Bandaríkjanna í Úkraínu, er sagður hafa greint þingnefnd sem rannsakar möguleg embættisbrot Trump frá því í gær að forsetinn hafi stöðvað hernaðaraðstoðin og neitað að veita Zelenskíj fund sem úkraínski forsetinn sóttist eftir nema hann féllist á að rannsaka pólitíska andstæðinga Trump.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Tengdar fréttir Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Vissu að Trump hefði stöðvað aðstoð á meðan þrýstingur stóð yfir Upplýsingar sem New York Times hefur undir höndum grafa undan málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskipti hans við Úkraínu á þessu ári. 23. október 2019 16:37
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47