Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 17:10 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Sjá meira