Lygilegur texti Eminem um heimsókn leyniþjónustunnar reyndist sannur Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. október 2019 23:20 Eminem er ekki aðdáandi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta. Mynd/Samsett Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér. Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Bandaríski rapparinn Eminem var tilkynntur til leyniþjónustu Bandaríkjanna (USSS) vegna lagatexta um Donald Trump Bandaríkjaforseta. Rapparinn fjallaði um heimsókn leyniþjónustunnar í öðru lagi en lögmæti textans hefur ekki fengist staðfest fyrr en nú. Eminem, sem hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, gaf út plötuna Kamikaze í ágúst í fyrra. Eitt laganna, The Ringer, vakti strax töluverða athygli fyrir textann. Þar lýsir Eminem því að Bandaríkjaforseti, sem hann kallar „Agent Orange“, hafi sent útsendara leyniþjónustunnar til að vitja rapparans og ganga úr skugga um að hann hygðist ekki gera forsetanum mein. Þá hafi þeir spurt hann hvort hann tengdist hryðjuverkasamtökum. Textabrotið má lesa á frummálinu hér fyrir neðan.‘Cause Agent Orange just sent the Secret Service / To meet in person to see if I really think of hurtin’ him / Or ask if I’m linked to terrorists / I said, ‘Only when it comes to ink and lyricists.' Lagið The Ringer má svo hlusta á í spilaranum hér að neðan.Blaðamaður Buzzfeed News óskaði á sínum tíma eftir upplýsingum um það hvort hin meinta heimsókn leyniþjónustumannanna hefði raunverulega átt sér stað. Leyniþjónustan neitaði að svara fyrirspurninni en svar við henni fékkst þó loks í dag. Í gögnum sem leyniþjónustunni var gert að afhenda Buzzfeed kemur fram að útsendarar hennar hafi vitjað Eminem í fyrra og rætt við hann vegna „ógnandi texta“ annars lags, Framed, sem kom út í lok árs 2017. Með laginu, þar sem Eminem fjallar um bæði forsetann og dóttur hans, Ivönku Trump, hafi hann sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“ og „ógnað skjólstæðingnum“, þ.e. Bandaríkjaforseta.Lagið Framed má hlusta á í spilurunum hér að neðan.Þá kemur einnig fram í gögnunum að útsendarar leyniþjónustunnar hafi rætt við Eminem eftir að hafa fengið ábendingu um lagið frá „áhyggjufullum borgara“. Sá reyndist starfsmaður slúðurmiðilsins TMZ, sem leyniþjónustan nafngreinir þó ekki í gögnum málsins. Eminem hefur löngum verið ófeiminn við að lýsa yfir andúð sinni á Trump. Þannig sparaði hann til að mynda ekki stóru orðin í myndbandi árið 2017 þar sem hann sendi forsetanum og stuðningsmönnum hans rækilega tóninn. Myndbandið má sjá hér.
Bandaríkin Donald Trump Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30 Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13 Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00 Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 Sjá meira
Rapparinn Eminem með fjölbreyttasta orðaforðann Eminem tekur vinninginn fyrir fjölbreyttasta orðaforðann á meðal mest seldu laga í heimi. Bítlarnir og Mariah Carey eru með þeim neðstu á listanum. 24. júlí 2015 08:30
Eminem í mál við nýsjálenskan stjórnmálaflokk Bandaríski rapparinn Eminem hefur höfðað mál á hendur nýsjálenska Þjóðarflokksins sökum þess að hafa án hans leyfis notað stef úr lagi hans Lose Yourself í kosningaauglýsingu flokksins árið 2014. 1. maí 2017 11:13
Eminem hraunar yfir Trump og stuðningsmenn hans Rapparinn Eminem óttast ekki stóru orðin. 11. október 2017 14:00