Fyrrverandi skólastjóri skákvæðir Grafarvog Björn Þorfinnsson skrifar 25. október 2019 06:00 Skák er sívinsæl íþrótt með iðkendur á öllum aldri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Helgi Árnason, fyrrverandi skólastjóri Rimaskóla, er kominn á eftirlaun en er þó hvergi nærri sestur í helgan stein. Hann er formaður Skákdeildar Fjölnis sem hefur hafist handa við að skákvæða Grafarvog og Stórhöfða eins og svæðið leggur sig. Fyrsta skáksettið var afhent við athöfn í heimsókn í Íslandsbankaútibúið á Höfðabakka í gær. Helgi gegndi starfi skólastjóra í Rimaskóla í 26 ár. Á þeim tíma vakti skólinn verðskuldaða athygli fyrir öflugt skákstarf fyrir nemendur. Íslandsmeistara- og Norðurlandatitlar hrúguðust inn og hver afreksmaðurinn á fætur öðrum leit dagsins ljós innan skólans. Þar á meðal yngsti stórmeistari Íslendinga, Hjörvar Steinn Grétarsson, og nýjasti landsliðsmaðurinn Dagur Ragnarsson, sem einmitt mun þreyta frumraun sína á Evrópumeistaramóti landsliða í Batumi í Georgíu í vikunni. „Maður er náttúrulega afar hreykinn af þessum öflugu skákmönnum sem urðu til innan skólans,“ segir Helgi. „Það sem var þó ekki síður mikilvægt var að margir nemendur sem áttu erfitt með einbeitingu og fundu sig ekki í námi blómstruðu í skákinni. Það hjálpaði þeim síðan í náminu. Það má segja að afreksfólkið hafi verið ánægjuleg aukaafurð en stóra málið var að skákin studdi vel við skólastarfið og fjölmargir nemendur höfðu ánægjuleg kynni af þessari list þó að þeir hafi ekki lagt skákina fyrir sig.“ Helgi var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu í sumar fyrir starf sitt að skóla- og skákmálum ungmenna. Hann segir að sá heiður hafi virkað sem hvatning frekar en skilaboð um að fara að slaka á. „Núna hef ég mun meiri tíma og get því einbeitt mér að hverfinu mínu frekar en bara einum skóla. Skákdeild Fjölnis var stofnuð árið 2004 að frumkvæði okkar Hrafns Jökulssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Í dag er unnið þar öflugt starf enda er félagið orðið eitt stærsta taflfélag landsins. Við viljum efla það enn frekar og höfum því blásið til átaksins Skákvæðum Grafarvog. Markmið þess er að skákvæða fyrirtæki í Grafarvogi og Ártúnshöfða. Í framhaldinu viljum við svo bjóða upp á margs konar samstarf um fjöltefli á vinnustað, vinnustaðaskákmót og aðrar uppákomur,“ segir Helgi og er bjartsýnn á árangur skákvæðingarinnar í Grafarvogi.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skák Skóla - og menntamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira