„Fékk sent myndband af honum og ég skildi ekki hvað hann var að segja“ Anton Ingi Leifsson skrifar 25. október 2019 12:00 Robin van Persie og Unai Emery. vísir/getty Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie. Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira
Robin van Persie, fyrrum framherji Arsenal, er ekki hrifinn af Unai Emery, stjóra félagsins, og segir að hann hafi mistekist að tengjast leikmönnum liðsins. Arsenal marði 3-2 sigur á portúgalska liðinu Vitoria í Evrópudeildinni í gær en tvö aukaspyrnumörk frá Nicolas Pepe tryggðu norður-Lundúnarliðinu sigurinn. Hollendingurinn Persie sagði að sumir leikmennirnir hefðu nánast ekki nennt að hlaupa til baka og aðspurður hvort að Arsenal væri betri undir stjórn Emery svaraði hann: „Ég held ekki. Ég held að Emery tengi ekki við leikmennina. Þeir eru enn veikir í föstum leikatriðum og það var einnig vandamál þegar ég var þarna,“ sagði Van Persie á BT Sport í gær. „Allir ættu að taka ábyrgð á þessu. Spilarðu svæðisvörn eða maður á mann? Mér finnst að þegar þú ert í vandræðum þá spilaru maður á mann því þá dekkaru bara þinn mann og berð ábyrgð á honum.“ „Í síðustu viku fengu þeir mark á sig eftir horn. Ég sagði þetta fyrir nokkrum vikur að Arsenal tapar 12-15 stigum á tímabili eftir mörk úr föstum leikatriðum og það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir það.“"I don't think Emery really connects with his players." Are Arsenal improving under Unai Emery? Robin van @Persie_Official doesn't think so and tells us exactly why... pic.twitter.com/GmbLwNimr4 — Football on BT Sport (@btsportfootball) October 24, 2019 Van Persie var, eins og áður segir, ekki ánægður með vinnuframlag Arsenal-liðsins í leiknum. „Sem leikmaður viltu hafa þá tilfinningu að þú verður að hlaupa til baka og þú sérð nokkra leikmennina skokka til baka. Það er hættulegt.“ „Ef þú ert með mjög öflugan stjóra og þú ert miðjumaður og þú sérð að það séu vandræði einhvers staðar. Hlauptu fyrir lífi þínu því ef þú gerir það ekki verður þér refsað.“ Fyrrum framherjinn fékk sent myndband í síðustu viku og hann var ekki hrifinn en mikið hefur verið talað um enskuna hjá Emery. Hún er ekki upp á marga fiska og sumir telja hana óskiljanlega. „Ég hef haft Wenger, Louis van Gaal, Ferguson og svo marga stjóra. Þeirra helsti styrkleiki var að þeir voru skýrir. Ef ég á að vera hreinskilinn þá sendi mér einhver myndband af Emery í síðustu viku.“ „Hann var að reyna útskýra eitthvað og ég skildi ekki hvað hann var að segja. Það er mjög miilvægt. Þú verður að vera skýr. Þú verður að vera leiðtogi og hann þarf að vera skýr varðandi sína leikmenn,“ sagði Persie.
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Sjá meira