Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. febrúar 2025 17:50 Stefán Teitur var farinn af velli áður en vítaspyrnukeppnin hófst. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Sex leikir fóru fram síðdegis í fjórðu umferð, 32 liða úrslitum, FA bikarsins á Englandi. Útkljá þurfti tvær viðureignir með vítaspyrnukeppni. Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag. Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira
Á þessu tímabili var sú regla tekin í gildi að leikir skuli ekki spilaðir aftur, jafntefli eru útkljáð með framlengingu, og vítaspyrnukeppni ef að því kemur. Sú varð raunin í leik Preston og Wycombe, sem lauk með 0-0 jafntefli eftir framlengingu. Heimamenn Preston voru sparkvissari í vítaspyrnukeppninni, skoruðu úr fjórum spyrnum en Wycombe aðeins úr tveimur. Stefán Teitur Þórðarson byrjaði á miðjunni hjá Preston en var skipt út af eftir 66 mínútur fyrir Ryan Ledson. Vítaspyrnukeppni þurfti einnig í viðureign Stoke og Cardiff, sem lauk með 3-3 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Cardiff komst svo áfram með 5-7 sigri í vítaspyrnukeppninni. Everton úr leik Viðureign Everton og Bournemouth var sú eina síðdegis í dag milli tveggja úrvalsdeildarliða. Svo fór að Bournemouth vann 0-2 sigur gegn heimamönnum á Goodison Park. Antoine Semenyo skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 23. mínútu, Daniel Jebbison tvöfaldaði svo forystuna rétt fyrir hálfleik og þar við sat alveg til enda. Bournemouth gerði sér góða ferð á Goodison Park.Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Fulham og Ipswich áfram Ipswich gerði sér góða ferð til Coventry og vann 1-4. George Hirst braut ísinn fyrir gestina af vítapunktinum strax á annarri mínútu, Coventry jafnaði síðan skömmu síðar en Jack Clarke setti tvö mörk fyrir Ipswich áður en fyrri hálfleik lauk. Jaden Philogene-Bidace bætti svo fjórða markinu við í seinni hálfleik. Fulham sótti svo 1-2 sigur gegn Wigan. Rodrigo Muniz gerði bæði mörkin fyrir Fulham, það fyrra á 23. mínútu og það seinna á 55. mínútu rétt eftir að Jonny Smith hafði jafnað fyrir Wigan. Rodrigo Muniz skoraði bæði mörk Fulham.Matt McNulty/Getty Images Burnley með eins marks sigur Southampton og Burnley mættust einnig, lið sem féllu bæði úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Svo fór að Burnley vann 0-1 sigur eftir mark frá Marcus Edwards á 77. mínútu. Dregið verður um andstæðinga í fimmtu umferð (16-liða úrslit) á mánudag.
Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Í beinni: Man. City - Crystal Palace | Palace oft vegnað vel gegn City Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Sjá meira