„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 08:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósar vinkonu sinni Anníe Mist Þórisdóttir fyrir að þora að taka þá ákvörðun að taka ekki þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. @katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum. Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira