Uppfært klukkan 00:45:
Sindri er fundinn heill á húfi, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu á Norðurlandi eystra. Lögregla þakkar öllum sem hjálpuðu við leitina veitta aðstoð.
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Sindra Þór Tryggvasyni, 17 ára. Hann er um 180 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst skollitað hár. Ekkert er vitað um klæðaburð hans.
Síðast er vitað um ferðir Sindra á Akureyri miðvikudaginn 23. október 2019.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um hvar hann er að finna hafi samband við lögregluna á Norðurlandi eystra í gegnum Neyðarlínuna 1-1-2 eða í skilaboðum á Facebook.

