Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fleiri fréttir Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Sjá meira