Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira