Þrír ákærðir fyrir brot í starfi árlega frá 2016 Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. október 2019 09:00 Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Vísir/kjartan Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016 en það fæst meðal annars við rannsóknir mála gegn lögreglu og fer með ákæruvald í málum gegn lögreglumönnum. Fréttablaðið óskaði þessara upplýsinga frá embætti héraðssaksóknara. Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Málin eru misalvarleg. Í nokkrum tilvikum er bæði ákært fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Í þeim tilvikum er gjarnan tekist á um fyrir dómi hvort réttum aðferðum hafi verið beitt við handtöku.Grafík/FréttablaðiðFyrr á árinu var lögreglumaður sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er maður fótbrotnaði í handtöku við það að bílhurð lögreglubíls var ítrekað skellt á fætur hans. Lög reglumaður inn var dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna sektar auk greiðslu bóta til brotaþolans. Hann var sýknaður af ákæru um brot í starfi. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara. Þyngsti dómur yfir lögreglumanni sem kveðinn hefur verið upp á undanförnum árum er 15 mánaða fangelsi sem Jens Gunnarsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fékk fyrir að hafa veitt brotamanni upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um og fyrir að hafa, í tengslum við framkvæmd starfa sinna, heimtað af honum fé í SMS-skilaboðum. Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar fyrr í vikunni er fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í vikunni telur héraðssaksóknari hins vegar ýmsa vankanta vera á fyrirkomulagi bæði rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Það hendi oft að sama atvik leiði bæði til rannsóknar á broti gegn valdstjórninni og broti lögreglumanns. Við það bætist að helstu vitni ákæruvaldsins koma gjarnan úr hópi lögreglumanna sem eru þá eftir atvikum vinnufélagar hins ákærða. Við svipaðan tón kveður í umsögn nefndar um eftirlit með lögreglu, um sama þingmál og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Sjá meira
Ellefu lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi frá því embætti héraðssaksóknara var stofnað árið 2016 en það fæst meðal annars við rannsóknir mála gegn lögreglu og fer með ákæruvald í málum gegn lögreglumönnum. Fréttablaðið óskaði þessara upplýsinga frá embætti héraðssaksóknara. Málin skiptast jafnt milli áranna þannig að þrír hafa verið ákærðir á hverju þessara ára en á yfirstandandi ári hafa tveir verið ákærðir. Sakfellt hefur verið í ellefu málum og sýknað í einu. Tveimur málum er ólokið. Samkvæmt ársskýrslu Ríkissaksóknara fyrir 2018, voru samtals 102 kærur lagðar fram gegn lögreglumönnum á árunum 2016, 2017 og 2018. Aðeins var ákært í níu málum fyrir brot í starfi. Langflestum kærum var vísað frá, málið fellt niður eða fallið frá kæru. Málin eru misalvarleg. Í nokkrum tilvikum er bæði ákært fyrir brot í starfi og fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Í þeim tilvikum er gjarnan tekist á um fyrir dómi hvort réttum aðferðum hafi verið beitt við handtöku.Grafík/FréttablaðiðFyrr á árinu var lögreglumaður sakfelldur fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi er maður fótbrotnaði í handtöku við það að bílhurð lögreglubíls var ítrekað skellt á fætur hans. Lög reglumaður inn var dæmdur til greiðslu 200 þúsund króna sektar auk greiðslu bóta til brotaþolans. Hann var sýknaður af ákæru um brot í starfi. Algeng refsing fyrir brot lögreglumanns í starfi er 30 daga fangelsi. Í fyrra var refsing lögreglumanns milduð úr 60 daga fangelsi niður í 30 daga en hann játaði að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja brotaþola úr fangageymslu og fyrir dómara. Þyngsti dómur yfir lögreglumanni sem kveðinn hefur verið upp á undanförnum árum er 15 mánaða fangelsi sem Jens Gunnarsson, lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, fékk fyrir að hafa veitt brotamanni upplýsingar sem þagnarskylda ríkti um og fyrir að hafa, í tengslum við framkvæmd starfa sinna, heimtað af honum fé í SMS-skilaboðum. Sýknudómur í máli Bjarna Ólafs Magnússonar fyrr í vikunni er fyrsti sýknudómur í máli um brot lögreglumanns í starfi sem kveðinn er upp frá því ákæruvald í mála flokknum fluttist til héraðssaksóknara árið 2016. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í vikunni telur héraðssaksóknari hins vegar ýmsa vankanta vera á fyrirkomulagi bæði rannsókna og saksóknar fyrir refsiverð brot lögreglumanna. Þetta kemur fram í umsögn héraðssaksóknara til allsherjar- og menntamálanefndar um tillögu Pírata um sjálfstætt eftirlit með starfsemi og starfsháttum lögreglu. Þeir þættir sem nefndir eru í umsögninni lúta að meginreglunni um hlutleysi og sjálfstæði ákæruvaldsins. Það hendi oft að sama atvik leiði bæði til rannsóknar á broti gegn valdstjórninni og broti lögreglumanns. Við það bætist að helstu vitni ákæruvaldsins koma gjarnan úr hópi lögreglumanna sem eru þá eftir atvikum vinnufélagar hins ákærða. Við svipaðan tón kveður í umsögn nefndar um eftirlit með lögreglu, um sama þingmál og telur nefndin að þörf sé fyrir öflugra eftirlit með lögreglu og ríkari og víðtækari rannsóknarheimildir en nefndin hefur nú.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16 Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Sjá meira
Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon var sýknaður af ákæru um brot í starfi í morgun. 23. október 2019 10:16
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15
Önnur úrræði talin fullreynd þegar lögreglumaður ýtti bíl út af Dómari taldi ákvörðun lögreglumanns um að þvinga ölvaðan ökumanna út af veginum í fyrra eðlilega miðað við aðstæður. Lögreglumaðurinn var sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 11:28