Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 23:32 Sameinað sveitarfélag verður langstærsta sveitarfélagið á landinu landfræðilega séð, um 11.000 ferkílómetrar. Vísir/Hafsteinn Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í dag. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa og landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Mestu var stuðningur við sameininguna á Fljótsdalshéraði þar sem 92,9% greiddu atkvæði með henni. Þar var þó kjörsókn jafnframt minnst, 53,6%. Í Borgarfjarðarhreppi greiddu 64,7% kjósenda atkvæði með sameiningunni en 25% gegn, í Djúpavogshreppi voru 63,7% samþykkir en 35,5% andsnúnir og í Seyðisfjarðarkaupstað greiddu 86,7% atkvæði með sameiningu en 12,5% gegn henni. Áætlað er að nýtt sveitarfélag taki formlega til starfa á fyrri hluta næsta árs. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur og sinna þeim verkefnum og þeirri þjónustu sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Sveitarstjórnirnar fjórar munu, í samræmi við sveitarstjórnarlög skipa fulltrúa í sérstaka stjórn til undirbúnings nýs sveitarfélags. Sú stjórn skal semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Hún skal einnig taka ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags, taka saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið og hefja vinnu við endurskoðun þeirra og samræmingu. Undirbúningsstjórnin gerir tillögu til sveitarstjórnarráðuneytisins um með hvaða hætti sameining öðlast gildi, svo sem hvenær verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar og gildistöku sameiningarinnar. Þær ákvarðanir verða kynntar við fyrsta tækifæri. Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Ný sveitarstjórn mun velja nafnið en líklegt er að haldin verði íbúakosning þar sem valið verður á milli tillagna frá íbúum. Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Múlaþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Íbúar í fjórum sveitarfélögum á Austurlandi samþykktu sameiningu þeirra með afgerandi hætti í kosningu í dag. Nýja sveitarfélagið verður með fimm þúsund íbúa og landfræðilega langstærsta sveitarfélag landsins. Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Mestu var stuðningur við sameininguna á Fljótsdalshéraði þar sem 92,9% greiddu atkvæði með henni. Þar var þó kjörsókn jafnframt minnst, 53,6%. Í Borgarfjarðarhreppi greiddu 64,7% kjósenda atkvæði með sameiningunni en 25% gegn, í Djúpavogshreppi voru 63,7% samþykkir en 35,5% andsnúnir og í Seyðisfjarðarkaupstað greiddu 86,7% atkvæði með sameiningu en 12,5% gegn henni. Áætlað er að nýtt sveitarfélag taki formlega til starfa á fyrri hluta næsta árs. Fram að þeim tíma starfa sveitarfélögin fjögur og sinna þeim verkefnum og þeirri þjónustu sem sveitarfélögin bera ábyrgð á. Sveitarstjórnirnar fjórar munu, í samræmi við sveitarstjórnarlög skipa fulltrúa í sérstaka stjórn til undirbúnings nýs sveitarfélags. Sú stjórn skal semja samþykkt um stjórn og fundarsköp hinnar nýju sveitarstjórnar sem gilda mun fyrir hið nýja sveitarfélag þar til því hefur verið sett sérstök samþykkt. Hún skal einnig taka ákvarðanir um fjárhagsmálefni hins nýja sveitarfélags, taka saman yfirlit yfir allar samþykktir og reglugerðir sem gilda í þeim sveitarfélögum sem sameinuð hafa verið og hefja vinnu við endurskoðun þeirra og samræmingu. Undirbúningsstjórnin gerir tillögu til sveitarstjórnarráðuneytisins um með hvaða hætti sameining öðlast gildi, svo sem hvenær verður kosið til nýrrar sveitarstjórnar og gildistöku sameiningarinnar. Þær ákvarðanir verða kynntar við fyrsta tækifæri. Nafn nýs sveitarfélags liggur ekki fyrir. Ný sveitarstjórn mun velja nafnið en líklegt er að haldin verði íbúakosning þar sem valið verður á milli tillagna frá íbúum.
Borgarfjörður eystri Djúpivogur Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Sveitarstjórnarmál Múlaþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent