Erlent

90 þúsund flýja skógarelda og milljónir án rafmagns

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Eldurinn getur breiðst hratt út.
Eldurinn getur breiðst hratt út. Vísir/Getty
90 þúsund íbúar í norðurhluta Kaliforníu-ríkis Bandaríkjanna hafa verið beðin um að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem þar geisa. Búist er við að tvær milljónir íbúa verði ríkis verði án rafmagns vegna varúðarráðstafana.

Orkufyrirtækið Pacific Gas & Electric hefur að undanförnu undirbúið það að taka rafmagn af stórum svæðum þar sem eldarnir geisa eða viðbúið er að þeir muni breiðast út til. Spáð er miklu hvassviðri og því búist við að eldarnir geti breiðst hratt út.

Því ákvað fyrirtækið að taka rafmagnið af og er sem búist við að tvær milljónir verði án rafmagns. Ríkisstjóri ríkisins segir að ákvörðun fyrirtækisins sé óásættanleg. Búist er við að 940 þúsund heimili verði rafmagnslaus til morguns.

Alls hafa tíu þúsund hektarar lands brunnið í Sonoma-sýslu Kaliforníu. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi þar sem og í Los Angeles-sýslu. Þúsundir slökkviliðsmanna berjast við eldana.

Fréttaritari BBC í Los Angeles er á meðal þeirra sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín. Haft er eftir honum á vef BBC að hann hafi mátt fótum sínum fjör að launa þegar eldarnir nálguðust heimili hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×