Nýkominn með bílinn úr Norrænu þegar hann fauk út af Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2019 11:13 Frá Suðurlandsvegi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/vilhelm Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju. Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Bifreið fauk út af Suðurlandsvegi við Núpsstað þann 24. október síðastliðinn. Ökumaðurinn var nýkominn til landsins á bifreiðinni með Norrænu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Meiðsl ökumannsins reyndust minniháttar. Sama dag fauk tengivagn utan í vegrið á Suðurlandsvegi við Hveradali. Loka þurfti veginum um tíma meðan verið var að greiða úr því. Þá fór bifreið út af veginum við Hunkubakka og valt um klukkan hálf tíu í gærmorgun. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ekki lágu fyrir upplýsingar um aðdraganda slyssins eða líðan þeirra slösuðu þegar lögregla birti tilkynningu sína í morgun. Alls urðu tólf umferðarslys í umdæmi lögreglu á Suðurlandi í liðinni viku. Sendibifreið fauk út af veginum skammt vestan Almannaskarðs þann 25. október. Ökumaður hennar er ekki talinn alvarlega slasaður. Sama dag valt bifreið út af Suðurlandsvegi við Kögunarhól. Bifreiðin fór tvær veltur en ökumaðurinn bar sig vel og taldi meiðsl sín minniháttar. Ökumenn tveggja fjórhjóla sem rákust saman skammt frá Sólheimum þennan sama dag slösuðust eitthvað. Ekki var að fá upplýsingar um líðan þeirra að svo stöddu. Þá höfðu ferðamenn í tveimur aðskildum málum samband við lögreglu í gær og óskuðu aðstoðar þar sem þeir höfðu fest bifreiðar sínar á Kjalvegi. Þeim var komið í samband við dráttarbílaþjónustu sem aðstoðaði þá við að komast til byggða. Alls voru níutíu og tveir ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í vikunni. Sektarupphæðin var samanlagt rúmlega sjö og hálf milljón króna og af henni eiga erlendir ferðamenn um tvo þriðju.
Lögreglumál Samgönguslys Skaftárhreppur Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira