Greiða atkvæði í þinginu um rannsókn Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 28. október 2019 21:56 Nancy Pelosi er forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Getty/Chip Somodevilla Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Greidd verða atkvæði um rannsókn Demókrata á hugsanlegum embættisbrotum Donald Trump í samskiptum sínum við úkraínsk stjórnvöld fyrr á árinu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í vikunni. AP greinir frá. Bandaríkjaforseti og Repúblikanar á þingi hafa gagnrýnt rannsóknina og sagt að hún eigi sér hvergi stoð í lögum, hluti þess sem gagnrýnt hefur verið er að rannsóknin hefur ekki verið samþykkt með atkvæðagreiðslu á þingi. Því hefur forsetinn og ríkisstjórn hans eftir fremsta megni reynt að koma í veg fyrir að vitni komi fyrir þingnefndir og að skjöl verði rannsökuð. Bandaríska stjórnarskráin kveður ekki á um að atkvæðagreiðslu á þingi þurfi til þess að hefja rannsókn með það fyrir augum að ákæra Bandaríkjaforseta, þvert á málflutning forsetans og Repúblikana. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Nancy Pelosi, sagði í bréfi til þingmanna að fyrirhuguð atkvæðagreiðsla sé ætluð til þess að staðfesta ferlið og til þess að taka af allan vafa um lögmæti rannsóknarinnar. Slíkt ætti að koma í veg fyrir tilraunir framkvæmdavaldsins til þess að stöðva rannsóknina á meintum brotum. Í bréfi sínu hafnaði Pelosi með öllu túlkun Hvíta hússins á stjórnarskrárákvæðunum sem snúa að ákæruferlinu. Þrátt fyrir bann gegn því að bera vitni hefur fjöldi núverandi og fyrrverandi ríkisstarfsmönnum komið fyrir nefndirnar þrjár sem sjá um rannsóknina. Þær þrjár nefndir sem að rannsókninni koma eru leyniþjónustumálanefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46 Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45 Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30 Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Lögmaður Trump „vasahringdi“ í fréttamann Fréttamaður NBC fékk tvenn talhólfsskilaboð sem Rudy Giuliani sendi honum óvart. 26. október 2019 18:46
Hvíta húsið segir Kelly ekki hafa ráðið við „snilli“ Trump Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins sagðist hafa varað Trump við því að ráða jámann í sinn stað í fyrra. Trump hafnar því algerlega. 26. október 2019 23:45
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24. október 2019 23:30
Trump bað þingmenn um að verja sig af hörku og þeir hlýddu Þingmenn Repúblikanaflokksins ollu usla í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær þegar þeir ruddu sér leið inn í fundarherbergi þar sem lokaður nefndarfundur fór fram. 24. október 2019 12:00