Rændu brókum Baghdadi Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2019 11:15 Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp á laugardaginn þegar bandarískir sérsveitarmenn króuðu hann af. Vísir/AP Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi, sem sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp á laugardaginn þegar bandarískir sérsveitarmenn króuðu hann af. Markmiðið með brókastuldinum var að koma höndum yfir sýni af erfðaefni Baghdadi, sem var svo notað til að ganga úr skugga um að hann væri látinn. Háttsettur embættismaður í Sýrlenska lýðræðishernum, sem Kúrdar leiða, sagði frá því á Twitter í gærkvöldi að Kúrdar hafi starfað með CIA, Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við leitina að Baghdadi frá 15. maí. Í röð tísta segir Polat Can að Baghdadi hafi flutt á milli samastaða reglulega og hann hafi fljótlega ætlað að flytja sig um set til Jarablus nærri landamærum Tyrklands.Hann segir einnig að undanhald bandarískra hermanna frá innrás Tyrkja gegn Kúrdum hafi tafið árásina gegn Baghdadi en heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs hafa sagt svipaða sögu.Sjá einnig: Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn BagdadiPolat Can segir Kúrda hafa skipað lykilhlutverk í aðgerðinni gegn Baghdadi. Búið hafi verið að gera áætlun varðandi það að ráðast gegn Baghdadi í Jarablus, ef honum hefði tekist að flytja sig þangað. Þá segir hann að Abu Hassan al-Muhajir, sem kallaður var talsmaður ISIS, hafi verið í Jarablus að undirbúa komu Baghdadi. Al-Muhajir var felldur í loftárás nærri Jarablus á sunnudaginn.Njósnarinn fór með hermönnum Mazloum Abdi, hershöfðingi SDF, segir svipaða hluti í viðtali við NBC News í Bandaríkjunum. Hann segir njósnarar Kúrda hafa geta gefið þeim upplýsingar um staðsetningu Baghdadi, fjölda varða og göngin undir húsunum.Abdi segir njósnarann hafa verið á vettvangi þegar árásin fór fram og að hann hafi farið á brott með hermönnum Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þá segir Abdi einnig að njósnarinn hafa ekki bara náð að útvega brækur Baghdadi. Hann hafi einnig útvegað blóðsýni. Brókunum stal hann fyrir um þremur mánuðum og blóðsýnið útvegaði hann fyrir um mánuði. Þau sýni voru borin saman við önnur sem Bandaríkin áttu og fékkst þar með staðfesting á því að um Baghdadi var að ræða.Hér má sjá mynd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti af einum hundanna sem notaðir voru til að finna Baghdadi. Þessi tiltekni hundur særðist lítillega í árásinni.We have declassified a picture of the wonderful dog (name not declassified) that did such a GREAT JOB in capturing and killing the Leader of ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi! pic.twitter.com/PDMx9nZWvw — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 28, 2019Þakkaði Rússum fyrst Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið sakaður um að yfirgefa sýrlenska Kúrda, þakkaði þeim fyrir aðkomu þeirra að árásinni í ræðu sinni á sunnudaginn. Hann virtist þó gera lítið úr framlagi þeirra og sagði að þeir hefðu ekki tekið beinan þátt í aðgerðinni. Þeir hefðu þess í stað veitt „einhverjar upplýsingar sem reyndust hjálpa“. Fyrst þakkaði Trump Rússum og Tyrkjum fyrir aðstoð þeirra, sem virðist að mestu hafa falist í því að skjóta þyrlur Bandaríkjanna sem fluttu hermennina ekki niður. „Ég vil þakka þjóðum Rússlands, Sýrlands, Tyrklands og Írak,“ sagði Trump. „Ég vil líka þakka sýrlenskum Kúrdum fyrir vissa aðstoð sem þeir gátu veitt okkur.“ Í samtali við fjölmiðla sagði Robert O‘Brien, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að ekki ætti að lesa of mikið í þakkir hans til Rússlands og Tyrklands. Hermenn hafi þurft að fljúga yfir yfirráðasvæði Sýrlendinga, Tyrkja og annarra og Trump hafi kunnað að meta að hermennirnir hafi verið látnir óáreittir.„Kúrdarnir spiluðu mikilvægt hlutverk í aðgerðinni og við erum þakklátir þeim og SDF og bandamönnum okkar þar,“ sagði O‘Brien. Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar segjast hafa komið njósnara fyrir í innsta hring Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins, sem hafi stolið nærbrókum hans. Þeir segja njósnarann hafa sömuleiðis leitt bandaríska hermenn að samastað Baghdadi, sem sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp á laugardaginn þegar bandarískir sérsveitarmenn króuðu hann af. Markmiðið með brókastuldinum var að koma höndum yfir sýni af erfðaefni Baghdadi, sem var svo notað til að ganga úr skugga um að hann væri látinn. Háttsettur embættismaður í Sýrlenska lýðræðishernum, sem Kúrdar leiða, sagði frá því á Twitter í gærkvöldi að Kúrdar hafi starfað með CIA, Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við leitina að Baghdadi frá 15. maí. Í röð tísta segir Polat Can að Baghdadi hafi flutt á milli samastaða reglulega og hann hafi fljótlega ætlað að flytja sig um set til Jarablus nærri landamærum Tyrklands.Hann segir einnig að undanhald bandarískra hermanna frá innrás Tyrkja gegn Kúrdum hafi tafið árásina gegn Baghdadi en heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs hafa sagt svipaða sögu.Sjá einnig: Undanhald Trump sagt hafa raskað aðgerðinni gegn BagdadiPolat Can segir Kúrda hafa skipað lykilhlutverk í aðgerðinni gegn Baghdadi. Búið hafi verið að gera áætlun varðandi það að ráðast gegn Baghdadi í Jarablus, ef honum hefði tekist að flytja sig þangað. Þá segir hann að Abu Hassan al-Muhajir, sem kallaður var talsmaður ISIS, hafi verið í Jarablus að undirbúa komu Baghdadi. Al-Muhajir var felldur í loftárás nærri Jarablus á sunnudaginn.Njósnarinn fór með hermönnum Mazloum Abdi, hershöfðingi SDF, segir svipaða hluti í viðtali við NBC News í Bandaríkjunum. Hann segir njósnarar Kúrda hafa geta gefið þeim upplýsingar um staðsetningu Baghdadi, fjölda varða og göngin undir húsunum.Abdi segir njósnarann hafa verið á vettvangi þegar árásin fór fram og að hann hafi farið á brott með hermönnum Bandaríkjanna.Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“Þá segir Abdi einnig að njósnarinn hafa ekki bara náð að útvega brækur Baghdadi. Hann hafi einnig útvegað blóðsýni. Brókunum stal hann fyrir um þremur mánuðum og blóðsýnið útvegaði hann fyrir um mánuði. Þau sýni voru borin saman við önnur sem Bandaríkin áttu og fékkst þar með staðfesting á því að um Baghdadi var að ræða.Hér má sjá mynd sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tísti af einum hundanna sem notaðir voru til að finna Baghdadi. Þessi tiltekni hundur særðist lítillega í árásinni.We have declassified a picture of the wonderful dog (name not declassified) that did such a GREAT JOB in capturing and killing the Leader of ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi! pic.twitter.com/PDMx9nZWvw — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 28, 2019Þakkaði Rússum fyrst Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur verið sakaður um að yfirgefa sýrlenska Kúrda, þakkaði þeim fyrir aðkomu þeirra að árásinni í ræðu sinni á sunnudaginn. Hann virtist þó gera lítið úr framlagi þeirra og sagði að þeir hefðu ekki tekið beinan þátt í aðgerðinni. Þeir hefðu þess í stað veitt „einhverjar upplýsingar sem reyndust hjálpa“. Fyrst þakkaði Trump Rússum og Tyrkjum fyrir aðstoð þeirra, sem virðist að mestu hafa falist í því að skjóta þyrlur Bandaríkjanna sem fluttu hermennina ekki niður. „Ég vil þakka þjóðum Rússlands, Sýrlands, Tyrklands og Írak,“ sagði Trump. „Ég vil líka þakka sýrlenskum Kúrdum fyrir vissa aðstoð sem þeir gátu veitt okkur.“ Í samtali við fjölmiðla sagði Robert O‘Brien, nýr þjóðaröryggisráðgjafi Trump, að ekki ætti að lesa of mikið í þakkir hans til Rússlands og Tyrklands. Hermenn hafi þurft að fljúga yfir yfirráðasvæði Sýrlendinga, Tyrkja og annarra og Trump hafi kunnað að meta að hermennirnir hafi verið látnir óáreittir.„Kúrdarnir spiluðu mikilvægt hlutverk í aðgerðinni og við erum þakklátir þeim og SDF og bandamönnum okkar þar,“ sagði O‘Brien.
Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tengdar fréttir Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39 Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26 Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00 Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Sjá meira
Segir endalok al-Baghdadi ekki marka endalok ISIS Varnarmálaráðherra Frakklands, Florence Parly, óskaði Bandarískum yfirvöldum til hamingju með að hafa ráðið niðurlögum hryðjuverkaleiðtogans Abu Bakr al-Baghdadi í nótt. Parly varaði Bandaríkjastjórn þó við því að þótt að lífi al-Baghdadi sé lokið þýði það ekki að svo sé komið fyrir samtökum hans ISIS. 27. október 2019 16:39
Tveir í haldi Bandaríkjanna eftir aðgerðina gegn al-Baghdadi Tveir voru handsamaðir í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands sem varð til þess að leiðtogi ISIS, Abu Bakr al-Baghdadi sprengdi sig í loft upp eftir að hafa verið króaður af. 28. október 2019 20:26
Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“ Hópur hermanna sem tilheyra sérsveit sem ber nafnið "Delta Force“ var fluttur með átta herþyrlum að húsi Baghdadi í Idlib, þar sem vígamenn hliðhollir al-Qaeda ráða ríkjum. Þar fundu þeir Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga Íslamska ríkisins. 28. október 2019 12:00
Staðfestir dauða Baghdadi: Króaður af og sprengdi sig og þrjú börn í loft upp Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, staðfesti nú rétt í þessu að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi látist í aðgerð sérsveita Bandaríkjahers í norðurhluta Sýrlands í nótt. 27. október 2019 13:22