Reiknar með því að fækka stöðugildum hjá Símanum um fjörutíu á næsta ári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2019 11:38 Orri Hauksson, forstjóri Símans, sem keypti sýningarréttinn á enska boltanum til þriggja ára. vísir/vilhelm Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar. Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Síminn hagnaðist um 897 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 978 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Forstjóri Símans segir sportstöð Símans hafa notið velgengni umfram væntingar en kostnaðaraðhald verði áfram í forgrunni rekstrar Símans. Stöðugildum hafi fækkað um fjörutíu milli ára og megi reikna með svipaðri breytingu á næsta ári. Tekjur Símans voru 7,1 milljarður króna á þriðja ársfjórðungi og hækkuðu um tæp tvö prósent á milli ára að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar. Orri Hauksson forstjóri segir fyrirtækið sátt en ófyrirséðir atburðir hafi verið fáir. Meðalverð þokist upp á einstaklingsmarkaði eftir margra ára tímabil skarpra lækkana. Enn sjái þó ekki fyrir endann á verðþrýstingi á fyrirtækjamarkaði. Góður tekjuvöxtur sé í sjónvarpsrekstri milli ára.Aldreifing ekki gengið sem skyldi „Síminn Sport hefur notið velgengni umfram væntingar frá því varan fór í loftið á miðjum þriðja fjórðungi. Vel hefur til dæmis gengið að semja um dreifingu vörunnar yfir öll fjarskipta- og sjónvarpsdreifikerfi landsins,“ segir Orri. Áfram séu góðar væntingar til vörunnar næstu mánuði. Aftur á móti segir Orri að samningar um aldreifingu fyrir Sjónvarp Símans Premium hafi ekki gengið sem skyldi. „Ástæðan er mótstaða Sýnar gegn því að selja aðgang að dreifikerfum í sinni umsjá fyrir Sjónvarp Símans Premium, sem er sú íslenska efnisveita sem langmest er notuð. Síminn verður þannig af möguleikum til aukinnar tekjusköpunar samhliða því að IPTV viðskiptavinir Sýnar hafa ekki möguleika á að kaupa Sjónvarp Símans Premium. Þessi skekkja mun vonandi leiðréttast á næsta ári,“ segir Orri.Sýn sendi frá sér tilkynningu til Kauphallar vegna þess orða forstjórans. Þar sé verulega hallað réttu máli.Nýleg breyting í afstöðu „Staðreynd málsins er sú að Síminn hefur ekki ljáð máls á að dreifa Sjónvarpi Símans Premium (áður tímavél og frelsi á Sjónvarpi Símans) sínu allar götur frá október 2015,“ segir í tilkynningunni. Sú hindrun sé í andstöðu við fjölmiðlalög og staðfest með stjórnvaldssekt á Símann. Nýverið hafi Síminn breytt um afstöðu, Sýn gert tilboð sem Síminn hafi í fyrstu hafnað en svo gengið að. Í millitíðinni hafi borist frummat Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt því sé samtvinnun Sjónvarps Símans Premium og Enska boltans í andstöðu við sátt og samkeppnislög. „Með vísan til þessa telur Sýn að beiðni Símans um dreifingu á hinni samtvinnuðu þjónustu ómálefnalega. Eftir sem áður stendur Símanum til boða að dreifa Sjónvarpi Símans Premium á kerfum Sýnar án hinnar ólögmætu samtvinnunar.“Vísir er í eigu Sýnar.
Fjarskipti Fjölmiðlar Markaðir Samkeppnismál Mest lesið Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent