Fleira fólk og takmarkað rými Hjálmar Sveinsson skrifar 10. október 2019 08:06 Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hjálmar Sveinsson Reykjavík Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað framtíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðsmyndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð uppbygging, minni mengun, skilvirkari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Hann markar álíka söguleg tímamót og hraðbrautarskipulagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur.Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmiðstöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgarsvæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuðborgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innflytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á landsbyggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulagsáætlunum er gert ráð fyrir að fjölgunin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðnaðarsvæðum, hafnarsvæðum, veghelgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunarstefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssamgangna, eflingu miðborgarsvæðisins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri bíla.Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað göturýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir göturýmið illa. Skipulagsyfirvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu takmarkaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir fararmátar sem taka mest pláss á botninum. Því skal forgangsraða gangandi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruflutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gangstéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, forgangsreinar eru lagðar fyrir strætisvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipulagsáætlunum höfuðborgarsvæðisins. Búsetuþróunin hefur verið svipuð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíðina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima.Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun