Blöskrar framkoma við „flekklaus andlit íslenskrar endurhæfingar“ Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2019 14:04 Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi. Vísir/Arnar Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yfirlæknir á Reykjalundi telur framtíð Reykjalundar ónýta og starfsemin muni hverfa grípi ráðherra ekki inn í atburðarásina á endurhæfingarstöðinni. Starfsmenn hafa lýst yfir vantrausti á stjórn SÍBS, sem rekur Reykjalund. Þeir séu engu upplýstari eftir starfsmannafund með formanni SÍBS í hádeginu í dag. Á síðustu tíu dögum hafa verið gerðar stórar breytingar hjá yfirmönnum á Reykjalundi. Birgi Gunnarssyni forstjóra var sagt upp 30. september og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga, í gær. Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, var sagt upp síðdegis í gær eftir 40 ára starf.FBL/VALLIStarfsmenn funduðu með lögfræðingi í morgun og ákváðu að senda sjúklinga í dagdeildarþjónustu heim í dag. Magðalena Ásgeirsdóttir, læknir á Reykjalundi, segir að aðgerðir stjórnar SÍBS, þar af uppsagnir án nokkurra skýringa, séu ástæða þess að starfsmenn hafi lýst yfir vantrausti á stjórnina. Starfsfólk, sem telur um 200 manns, hafi verið skilið eftir í tóminu. „Fólk vill ekki vinna undir svona ógnarstjórn sem ber fólk út eftir áratuga starf, flekklausan feril, í raun og veru andlit íslenskrar endurhæfingar er borið út hér á nokkrum mínútum í gær.“Viðtalið við Magðalenu má sjá hér að neðan.Birgir og Magnús hafi svo gott sem verið bornir út úr húsi og slökkt á tölvuaðgangi þeirra. „Sem er sérstaklega alvarlegt í tilfelli framkvæmdastjóra lækninga. Sjúklingagögnum er læst í hálfri vinnslu, hann er með skjólstæðinga sem hann ber ábyrgð á og hefur ekki nokkra möguleika á að klára sína vinnu þar.“ Hún segist engu upplýstari eftir fund með Sveini formanni SÍBS í hádeginu. Hann hafi aðeins lesið upp bréf frá Landlækni sem hnykki á ábyrgð starfsmanna sem fagfólks að sinna sjúklingum.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/Arnar„Andrúmsloftið var slæmt 30. september þegar forstjórinn var rekinn en það er óbærilegt núna. Fólk er í angist, við erum höfuðlaus her. Það er enginn sem stýrir okkur. Við vitum ekki réttarstöðu okkar, gagnvart okkar skjólstæðingum eða skjólstæðinga gagnvart okkur,“ segir Magðalena. „Við sendum sjúklinga heim í dag því við erum ekki í andlegu ástandi til að veita bestu mögulegu meðferð. Þeir sjúklingar sem fóru heim eru þeir sem eru á dagdeildarþjónustu. Veikara fólk á sólarhringseiningunni er hér og fær sína hjúkrun. Við erum á vaktinni og sinnum bráðatilfellum en hefðbundin endurhæfing hefur ekki farið fram.“ Þau biðli til ráðherra að grípa inn í. Ef ekki er ljóst í hennar huga hvernig framtíð Reykjalundar líti út. „Hún er ónýt, hún hverfur.“Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, gekk fram á hóp fréttamanna.Vísir/arnarEkki rétt að upplýsa starfsfólk Stjórn Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS) taldi nauðsynlegt að ráðast í uppsagnirnar í efstu lögum Reykjalundar, sem valdið hafa ólgu í endurhæfingarstöðinni. Sveinn Guðmundsson, formaður sambandsins, segir þrátt fyrir það að viðstöddum hafi brugðið vegna stöðunnar sem upp sé komin. „Okkur er auðvitað órótt um það að fara í þessar aðgerðir sem við fórum í en stjórnin taldi það nauðsynlegt og það raðast bara svona upp,“ segir Sveinn. Aðspurður um hvort ekki hefði verið ráðlegt að upplýsa starfsmenn um fyrirhugaðar breytingar áður en í þær var ráðist segir Sveinn: „Ekki hvernig málin þróuðust, nei.“Nánar er rætt við Svein hér.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira