Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. október 2019 20:30 Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“ Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu. Samráðsvettvangurinn hefur verið starfræktur í nokkur ár en í dag var samstarfið formlega neglt niður. Í stofnskjalinu kemur meðal annars fram að markmiðið sé að að tryggja það að sveitarstjórnir á Norðurslóðum komi að ákvarðanartöku vegna málefna Norðurslóða á öllum stigum, þar með talið í Norðurskautsráðinu. „Eitt af markmiðum okkar er að verða áheyrnarfulltrúar í Norðurskautsráðinu og til þess að eiga möguleika á því þá þurfum við að vera búin að formgera þennan félagsskap,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar. Ástæðan fyrir því er einföld. „Við teljum mjög mikilvægt að þeir sem eru að fást við líf fólks á Norðurslóðum dags daglega, eins og sveitarfélögingera, að þeir eigi fulltrúa inn í Norðurskautsráðinu. Eitt af markmiðum Íslands í þeirra formennskutíð er fólk á Norðurslóðum og við teljum mjög mikilvægt að okkar raddir heyrist þarna inni,“ segir Ásthildur sem var á fundinum kjörinn fyrsti formaður Arctic Mayors.Ethan Burkowitz er borgarstjóri Anchorage í Alaska, þar sem búa tæplega 300 þúsund manns.Vísir/Tryggvi Páll.Eiga margt sameiginlegt þrátt fyrir ólíkar stærðir og gerðir Ethan Burkowitz, borgarstjórí Anchorage í Alaska var á meðal þeirra sem skrifuðu undir stofnskjalið í dag. Hann segir Akureyri og Anchorage eiga margt sameiginlegt, þrátt fyrir að í Anchorage búi nærri því jafn margir og á öllu Íslandi. „Orkumál, förgun úrgangs og allt sem tengist því að stýra borg á Norðurslóðum,“ segir Burkowitz. Þá er Arctic Mayors Forum einnig vettvangur þar sem bæjar- og borgarstjórar geti deilt þekkingu sín á milli. „Ég held að við getum kennt vinum okkar í noðrinu um umhverfismál um orkunotkun, orkunýtingu og orkuframleiðslu. Ég tel að við getum kennt þeim ýmislegt varðandi skólamál og félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða og ýmislegt fleira,“ segir Ásthildur.Og lært eitthvað líka?„Heldur betur. Það er mjög margt sem við getum lært af okkar félögum í norðri.“
Akureyri Norðurslóðir Utanríkismál Tengdar fréttir Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04 Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00 Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Táknrænn klaki fluttur úr Jökulsárlóni að Hörpu Tvö vörubílshlöss af klaka úr Jökulsárlóni voru flutt að Hörpu í dag, en þing Hringborðs Noðurslóða- Arctic Circle- hefst þar á morgun. 9. október 2019 16:04
Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrar og fyrrum forsetaframbjóðandi á mælendaskrá Arctic Circle Alþjóðaþing Hringborðs norðurslóða – Arctic Circle fer fram á Íslandi dagana 10. til 13. október næstkomandi. Hringborð norðurslóða er orðinn fastur liður í ráðstefnulífi Reykjavíkurborgar. 12. september 2019 21:00
Stórveldin sýna Hringborði norðurslóða aukinn áhuga Meðal gesta verður orkumálaráðherra Bandaríkjanna og forstöðumaður æðstu stofnunar landsins í umhverfismálum. 3. október 2019 19:30