Innlent

Á gjörgæslu eftir vinnuslys í Hafnarfirði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins að morgni miðvikudags.
Mikill viðbúnaður var á vettvangi slyssins að morgni miðvikudags. Vísir/Jói K.
Karlmaður sem slasaðist alvarlega þegar hann klemmdist á milli vinnutækja á athafnasvæði málmendurvinnslufyrirtækisins Furu í Hafnarfirði á miðvikudaginn er á gjörgæslu. Þetta segir Helgi Gunnarsson, lögreglufulltrúi í Hafnarfirði.

Rannsókn á slysinu stendur yfir en Helgi segir að ekki sé búið að ræða við öll vitni að slysinu. Þau hafi verið nokkur og verði tekin skýrsla af þeim vonandi í dag eða þá á mánudagin.

Hann segir ekki tímabært að ræða frekar um aðdraganda slyssins fyrr en komin sé skýrari mynd á hvað gerist. Aðspurður hvort hægt hafi verið að ræða við þann slasaða eftir slysið segir Helgi það hafa verið eitthvað lítið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×