HA hafnar að skilyrðum hafi verið breytt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2019 17:31 Eyjólfur Guðmundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Háskólinn á Akureyri Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“ Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira
Skólastjórnendur við Háskólann á Akureyri segja af og frá að skilyrðum hafi verið breytt hjá nemendum í diplómanámi í lögreglufræðum. Ljóst hafi verið frá upphafi að þeir sem kæmust ekki inn í starfsnám að lokinni fyrstu önn gætu aðeins sótt um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs ef námspláss leyfði. Háskólaráð hafi svo komist að þeirri niðurstöðu nýlega að pláss í skólanum væri ekki nægjanlegt. Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs við HA, segir í samtali við Vísi að um misskilning sé að ræða. Hún ræddi við blaðamann og sendi honum svarbréf sem nemendur í lögreglufræðum fengu sent með umsókn sinni þar sem þeir voru boðnir velkomnir í námið. Þar segir: „Fjöldi nemenda sem halda áfram námi á vormisseri 1. árs (starfsnám) er takmarkaður. (…). Þeir nemar sem komast ekki inn í starfsnám hafa tækifæri til þess að sækja um annað nám innan hug- og félagsvísindasviðs á vormisseri ef námspláss leyfir. Viðkomandi er jafnframt frjálst að reyna aftur að komast inn í starfsnámið seinna.“Bréf sem nemendur fengu sent eftir skráningu.Nemendur í lögreglunáminu sem Vísir ræddi við fyrr í dag vísuðu í bréf sem þeim barst síðastliðið sumar um upplýsingar um námið. Þar var fyrirkomulag námsins útskýrt, meðal annars að takmarkaður fjöldi nema kæmist í starfsnám. „Þeir sem einhverja hluta vegna eru ekki valdir, að því gefnu að þeir standist þau skilyrði er sett eru í lögreglulögum, geta haldið áfram við nám í lögreglufræðum og sótt um aftur að ári liðnu,“ sagði í bréfinu. Einn nemandi segist sömuleiðis hafa fengið þær upplýsingar frá kennurum á nýnemadögum að það mætti halda áfram í bóklegu námi svo lengi sem bóklegar einkunnir stæðust kröfur. Nemendur hafi sumir hverjir gengið frá leigusamningi fram á vor.Stöðug fjölgun hefur orðið á nemendum við Háskólann á Akureyri. Þeim hefur fjölgað um 50 prósent á fimm árum.Katrín segir tilhögun þessa ekki nýja af nálinni og fylgi fordæmi hjúkrunarfræðinnar þar sem einungis 55 nemar komast áfram á vormisseri eftir samkeppnispróf um áramót. Það sama gildi um sálfræðina þar sem 85 komast áfram á vormisseri. Hægt hafi verið að sækja um 180 ECTS eininga BA nám í lögreglu- og löggæslufræðum við HA á árunum 2017/18 og 2018/19. Fyrir innritun 2019/20 hafi hins vegar verið hætt með BA námið og það aðeins aðgengilegt fyrir þá sem lokið höfðu diplómagráðunni og þar með talið starfsnáminu hjá MSL. „Ástæðan fyrir því að hætt var með BA námið var að samningur menntamálaráðuneytisins og HA um nám í lögreglufræðum dekkaði aðeins diplómanámið. HA hafði því á eigin kostnað boðið upp á BA námið, sem greip þá sem ekki komust áfram út af fjöldatakmörkunum í starfsnámið. Vegna mikillar aðsóknar í HA í heild sinni þurfti því að bregðast við og var meðal annarra aðgerða BA námið aðeins gert aðgengilegt þeim sem lokið hafa diplómanámi fyrir verðandi og starfandi lögreglumenn. Samtímis var farið í víðtækar aðgangstakmarkanir í HA og loks ákvörðun háskólaráðs að nemendur sem ekki komast í gegnum fjöldatakmarkanir geti skráð sig í annað nám.“
Akureyri Skóla - og menntamál Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Sjá meira