Assad-liðar mættir á átakasvæði Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2019 07:45 Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. EPA/ERDEM SAHIN Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019 Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Hermenn og vopnaðar sveitir hliðhollar Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eru komnir á yfirráðasvæði sýrlenskra Kúrda í norðausturhluta Sýrlands. Þangað fóru þeir eftir að samkomulag náðist á milli sýrlenskra Kúrda, sem hafa átt í átökum við Tyrki og vopnaðar sveitir sem þeir styðja. Um mikinn sigur er að ræða fyrir Assad, Rússa og Íran og eru þessar vendingar til marks um endalok sjálfsstjórnarsvæðis Kúrda á svæðinu. Bandaríkin, sem slitu stuðningi sínum við sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum, eru að flytja alla hermenn sína af svæðinu. Það hafa yfirvöld Frakklands ákveðið að gera líka. Hersveitir beggja ríkja voru í Sýrlandi til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins en sú barátta hefur nú alfarið verið stöðvuð. Fregnir af borist af því að fjöldi ISIS-liða hafi flúið úr fangelsum þar sem þeir voru í haldi sýrlenskra Kúrda. Þá hafa fregnir einnig borist af miklu mannfalli meðal almennra borgara og því að vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem Tyrkir styðja, hafi framið ýmiss ódæði á sókn þeirra. Þeir hafi til dæmis birt myndiefni af grimmilegum aftökum. Forsvarsmenn hópsins sem mennirnir tilheyra hafa sagt að málið verði rannsakað en þeir hafa einnig skipað meðlimum sínum að hætta að taka myndbönd og birta á netinu.Sjá einnig: Kúrdísk stjórnmálakona tekin af lífiHermenn Bandaríkjanna, um 30 talsins, byrjuðu á því að yfirgefa svæði sem Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði að ætti að verða tiltekið öryggissvæði. Um er að ræða svæði sem nær 30 kílómetra suður frá landamærum Tyrklands og Sýrlands og segjast Tyrkir ætla að senda einhverja af þeim 3,6 milljónum sýrlenskra flóttamanna sem eru í Tyrklandi á svæðið. Sveitir Tyrkja eru þó víða komnar mun sunnar en það. Eftir að vopnaðar sveitir Tyrkja slitu birgðalínur bandarískra hermanna, tilkynnti Mark Esper, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði fyrirskipað brottflutning þeirra um þúsund hermanna sem þar eru. Hann sagði ekki berum orðum að þeir myndu yfirgefa Sýrland en AP fréttaveitan segir útlit fyrir að svo sé að fara.Bandaríkin eiga einnig smáa herstöð við landamæri Sýrlands og Jórdaníu en ekki liggur fyrir hvort einnig standi til að yfirgefa hana. Hernaðaryfirvöldum Bandaríkjanna hefur lengi þótt viðvera bandarískra hermanna í norðausturhluta Sýrlands mikilvæg og sérstaklega með tilliti til þess að sporna gegn áhrifum Íran í Sýrlandi en þau hafa stutt Assad um árabil. Yfirvöld Ísrael hafa stutt það og þá vegna þess að þeir vilja ekki að Íran nái landtengingu við Líbanon, sem mun gera Írönum auðveldara að flytja vopn og birgðir til vígamanna Hezbollah. Á síðustu árum hafa Ísraelar gert fjölda árása á skotmörk í Sýrlandi og segja þeir þessar árásir beinast gegn Hezbollah. Esper sagði í gær að Bandaríkin hefðu ekki átt aðra kosti en að hörfa undan sókn Tyrkja en þeir hafa verið harðlega gagnrýndir vegna þessa. Hann sagði sýrlenska Kúrda hafa verið góða bandamenn en Bandaríkin hefðu aldrei samþykkt að berjast með þeim gegn Tyrkjum. Þá sagði hann Erdogan hafa gert öllum ljóst að innrásin myndi eiga sér stað, þó bandarískir hermenn yrðu í vegi hennar eða ekki. Í gær birti Trump þó tíst sem hægt er að kalla nokkurs konar orðasalat, en þar sagði hann að Kúrdar og Tyrkir hefðu barist sína á milli um árabil og að Tyrkir líti á Verkamannaflokk Kúrda, PKK, sem háð hefur áralanga uppreisn í Tyrklandi, sem verstu hryðjuverkamenn heimsins. Tyrkir segja sýrlenska Kúrda, YPG, vera systursamtök PKK og styðja þá. „Kannski vilja aðrir koma og berjast fyrir mismunandi fylkingar. Leyfum þeim það! Við erum að fylgjast náið með ástandinu. Endalaus stríð!“ sagði forsetinn meðal annars......The Kurds and Turkey have been fighting for many years. Turkey considers the PKK the worst terrorists of all. Others may want to come in and fight for one side or the other. Let them! We are monitoring the situation closely. Endless Wars!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 13, 2019
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30 Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48 Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55 Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54
Þjóðarleiðtogar beina gagnrýni að Erdogan – tjá sig ekki um Trump Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands fordæmdu í gær hernað Tyrkja í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Bandaríkjaforseta um að senda herlið sitt heim mætir því helst gagnrýni heima fyrir. Átökin fara enn harðnandi. 14. október 2019 06:30
Kúrdar ná samkomulagi við Assad Kúrdar hafa samið við ríkisstjórn Sýrlands undir forystu Bashar Hafez al-Assad um að herlið stjórnarinnar muni aðstoða Kúrda við að hrekja hersveitir, sem studdar eru af Tyrkjum, frá norðurhluta Sýrlands. 13. október 2019 20:48
Merkel bað Erdogan um að hætta við innrásina Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, ræddi símleiðis við tyrkneska forsetann Recep Tayyip Erdogan í dag. 13. október 2019 14:55
Stuðningsmenn ISIS flýja fangabúðir í Sýrlandi Hundruð stuðningsmanna hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, flúðu úr fangabúðum í norðurhluta Sýrlands á sunnudag á meðan á átökum stóð á milli innrásarhersveita, sem studdar eru af tyrkneskum yfirvöldum, og Kúrda. 13. október 2019 18:11
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent