Ný handtökuskipun á hendur Puigdemont gefin út Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2019 14:32 Evrópska handtökuskipunin á hendur Carles Puigdemont var hins vegar ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út. Getty Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nýja handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. AP greinir frá málinu, en tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fékk í Hæstarétti Spánar í morgun. Evrópska handtökuskipunin á hendur Puigdemont var ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.Þungir dómar Puigdemont var fremstur í flokki þeirra sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins árið 2017, þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu greiddi atkvæði með aðskilnaði frá Spáni. Í kjölfarið samþykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði. Níu fyrrverandi leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru dæmdir í milli níu og þrettán ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé í morgun. Réttarhöld hafa staðið í um fjóra mánuði og hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, þyngsta dóminn, eða þrettán ár.Flúði til Belgíu Þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu árið 2017 var dæmd ólögleg, og lokaði lögregla fjölda kjörstaða. Einungis um 43 prósent kosningabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunnar, en um níu af hverjum tíu þeirra greiddi atkvæði með sjálfstæði. Í kjölfarið lýsti héraðsþingið yfir sjálfstæði héraðsins. Í kjölfarið leysti Spánarstjórn upp héraðsþing Katalóníu og boðaði til nýrra kosninga til þingsins. Flúði Puigdemont þá til Belgíu. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur gefið út nýja handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta katalónsku héraðsstjórnarinnar. AP greinir frá málinu, en tilkynningin kemur í kjölfar þungra dóma sem fjöldi leiðtoga katalónskra sjálfstæðissinna fékk í Hæstarétti Spánar í morgun. Evrópska handtökuskipunin á hendur Puigdemont var ógilt á síðasta ári, en nú hefur ný verið gefin út.Þungir dómar Puigdemont var fremstur í flokki þeirra sem barðist fyrir sjálfstæði héraðsins árið 2017, þegar yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðslu greiddi atkvæði með aðskilnaði frá Spáni. Í kjölfarið samþykkti katalónska þingið að lýsa yfir sjálfstæði. Níu fyrrverandi leiðtogar katalónskra aðskilnaðarsinna voru dæmdir í milli níu og þrettán ára fangelsi fyrir uppreisnaráróður og misnotkun á opinberu fé í morgun. Réttarhöld hafa staðið í um fjóra mánuði og hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti héraðsstjórnar Katalóníu, þyngsta dóminn, eða þrettán ár.Flúði til Belgíu Þjóðaratkvæðagreiðslan í Katalóníu árið 2017 var dæmd ólögleg, og lokaði lögregla fjölda kjörstaða. Einungis um 43 prósent kosningabærra manna tóku þátt í atkvæðagreiðslunnar, en um níu af hverjum tíu þeirra greiddi atkvæði með sjálfstæði. Í kjölfarið lýsti héraðsþingið yfir sjálfstæði héraðsins. Í kjölfarið leysti Spánarstjórn upp héraðsþing Katalóníu og boðaði til nýrra kosninga til þingsins. Flúði Puigdemont þá til Belgíu.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09 Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44 Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Hörmulegt að fólk sé dæmt fyrir pólitískar skoðanir sínar í evrópsku lýðræðisríki Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þunga dóma sem féllu í Hæsta rétti Spánar í morgun vera með ólíkindum. 14. október 2019 13:09
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03
Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Starfandi forsætisráðherra Spánar segir ríkisstjórnin virða dóm hæstaréttar yfir leiðtogum katalónskra sjálfstæðissinna. 14. október 2019 10:44