Staðan á Reykjalundi kom ráðherra í opna skjöldu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 16:57 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra Vísir/Vilhelm Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís. Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sú staða sem kom upp á Reykjalundi á dögunum kom Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra algjörlega í opna skjöldu. Áralangur stöðugleiki hafi ríkt á stofnuninni og hún hafi notið faglegs trausts. Hún hafi bæði rætt við starfsfólk og stjórnarfólk hjá SÍBS sem og við fyrrverandi stjórnarfólk. Þetta kom fram í svari Svandísar við fyrirspurn Bryndísar Haraldsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag. Bryndís segist hafa upplifað beint í æð að þar ríki mikil óánægja og hræðsla.Sjá einnig: Nýir stjórnendur taka við á morgun Í fyrirspurn Bryndísar kom fram að Reykjalundur sé ein stærsta endurhæfingarmiðstöð landsins þar sem árlega komi um tólfhundruð manns í endurhæfingu og þar starfi á annað hundrað manns. Þá hafi stofnunin verið valin stofnun ársins árið 2017.Upplifði óánægju og hræðslu „Því miður benda fréttir síðustu daga til þess að ánægja starfsmanna hafi farið minnkandi í kjölfar uppsagnar forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga. Í heimsókn minni og háttvirts þingmanns Ólafs Þórs Gunnarssonar á Reykjalundi á föstudaginn síðastliðinn upplifðum við beint í æð þá miklu óánægju og hræðslu sem nú er allsráðandi meðal starfsmanna Reykjalundar,“ sagði Bryndís um leið og hún kallaði eftir afstöðu heilbrigðisráðherra til þeirrar stöðu sem upp er komin.Bryndís Haraldsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.„Hyggst ráðherra bregðast við áskorun starfsmanna og hefur ráðherra átt í samskiptum við stjórn SÍBS og starfsmenn Reykjalundar?“ spurði Bryndís. Svandís kvaðst í svari sínu deila áhyggjum Bryndísar af þeirri stöðu sem uppi er. „Það er hins vegar svo að með lögum um opinber innkaup og lögum um sjúkratryggingar var settur ákveðinn rammi um það hvernig hið opinbera kaupir þjónustu af einkaaðilum og í raun og veru er aðkoma mín einungis í gegnum embætti landlæknis annars vegar, sem með að gera faglegt eftirlit með þjónustu, og hins vegar Sjúkratryggingar Íslands sem annast kaupin,“ sagði Svandís. Hún hafi engu að síður fylgst vel með umræðunni og sjálf átt samtöl við starfsfólk og aðra hlutaðeigandi „með það að leiðarljósi að reyna að skilja málið betur og hvetja til þess að ró komist á starfsemina fyrir þá sem þjónustunnar njóta,“ sagði Svandís.
Alþingi Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira