Lýðræðið og skipulagið Stefán Benediktsson skrifar 15. október 2019 09:30 Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Landspítalinn Reykjavík Skipulag Stefán Benediktsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Dómharka í umræðu um Borgarlínu, LSH, flugvöll í Vatnsmýri og uppbyggingu þar, beinist of oft að persónum með grófum ummælum um gáfnafar þeirra og eða geðheilsu. Oftast er um að ræða ónafngreinda sérfræðinga, starfsmenn borgar- eða ríkisstofnana og að sjálfsögðu stjórnmálamenn. Stjórnmálamönnum er engin vorkun, þeir buðu sig fram. En opinberir starfsmenn eiga erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og þá á ekki að skamma nema þeir sýni borgurum dónaskap. Þeir eru ekki, alls ekki, ábyrgir fyrir stefnu og lýðræðislegum ákvörðunum stjórnvalda. Reem Koolhas lagði mjög mikla áherslu á þetta í Kastljóssviðtali 2006 í tengslum við samkeppnina um Vatnsmýrarskipulagið. Lýðræðið á að vera skjól opinberra starfsmanna. Og það liggur fyrir lýðræðisleg niðurstaða í öllum ofangreindum málum. Æ ofan í æ hafa Reykvíkingar kosið að flugvöllurinn skuli fara. Þeir sem vilja ekki að hann fari hafa ekki hlotið brautargengi í kosningum í um aldarfjórðung. Þetta er nú grundvallaratriði í stjórn og skipulagi Reykjavíkur og samkvæmt því vinnur borgarstjórnarmeirihluti og starfsmenn borgarinnar. Þess vegna er verið að byggja upp kringum flugvöllinn á grunni Graeme Massie skipulagsins. Þess vegna er HR á sínum stað, enda ein af forsendum samkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar, 102 Reykjavík. Sumir kalla Háskólann í Reykjavík skipulagsslys vegna mikilla umferðatafa, í dag, við Hafnarfjarðarveg, fyrir vinnu og eftir vinnu. HR er ekki „slysið“ heldur flugvöllurinn. Um leið og hann fer breytist öll landnýting Vatnsmýrarinnar. Alþingi dregur lappirnar. Atkvæði höfuðborgarbúa vega jú mikið léttar en atkvæði annarra landsmanna, en þeir munu selja flugvöllinn að lokum. Ég kann ekki tölu á ríkisstjórnum síðustu hálfrar aldar en ég veit að það var aldrei kosin né mynduð ríkisstjórn sem vildi flytja Landspítalann af Hringbrautinni. Og það hefur aldrei verið kosin borgarstjórn til þess að „flytja“ Landspítalann af Hringbrautinni. Menn hafa reynt að sannfæra þing og borgaryfirvöld um ágæti annarra lausna, en það eru ekki borgaryfirvöld sem þurfa sannfæringar við heldur kjósendur. Borgaryfirvöld framkvæma síðan það sem meirihluti kjósenda vill. Engum hefur tekist að „selja“ meirihluta kjósenda áform um aðra staðsetningu LSH. Við kjósendur völdum trekk í trekk þingmenn og borgarfulltrúa sem töldu LSH við Hringbraut skynsamlegustu lausnina. Þess vegna er verið að byggja spítalann við Hringbraut en ekki annars staðar. Starfsmenn borgar og ríkis eru eðli málsins samkvæmt bara að framkvæma þessa lýðræðislegu niðurstöðu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa nú komist að samkomulagi við ríkisstjórn um stórt og margþætt verkefni og skiptingu kostnaðar þess. Verkefnið er kennt við Borgarlínu en snýst um fleira. Breyta á skipulagi fólksflutninga og þróa byggð á helstu skurðpunktum almenningssamgangna. Allar núverandi sveitarstjórnir höfuðborgarinnar voru myndaðar um það markmið að ná samningum við ríkið um að fjármagna þetta mikilvæga verkefni. Núverandi ríkisstjórn var einnig mynduð um þetta sama verkefni og viti menn, samkomulag náðist. Vilji meirihluta kjósenda náði fram að ganga. Unnið var eftir Aðalskipulaginu frá 1964 í tæpa hálfa öld af því að lýðræðislegur stuðningur var fyrir því. Hann er ekki lengur fyrir hendi. Aðalskipulagið sem nú er í gildi var vandvirknislega unnið í þverpólitískri sátt. Grunnstef þess er þétting byggðar í stað útþenslu, að létta á þörf fyrir umferð einkabíla, draga úr mengun og bæta heilsu. Kjósendur á höfuðborgarsvæðinu kusu þessi áform og styðja þau og að þeim verður unnið svo lengi sem lýðræðislegur stuðningur er fyrir því. Valdið liggur eins og alltaf hjá kjósendum.Höfundur er arkitekt.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar