Innlent

Tillögu um Kolbrúnar vísað til borgarstjóra

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm
Tillögu Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem miðar að því að skólabyrjun fleiri skóla í Reykjavík yrði seinkað til níu, var vísað til borgarstjóra.

Í bókun Kolbrúnar við afgreiðslu málsins í borgarstjórn í kvöld segist Kolbrún hafa vonað að tillagan yrði samþykkt, enda sé með henni aðeins verið að leggja til að skóla- og frístundasvið eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að marmiði að leita að fleiri skólum sem séu tilbúnir að seinka skólabyrjun. „Borgarfulltrúi hefur ekki annan kost en að una því enda valdalaus hér í borgarstjórn. Þess er vænst að eitthvað gott komi engu að síður út úr þessari tillögu í þágu skólasamfélagsins,“ segir í bókuninni.

„Borgarfulltrúi gerir sér grein fyrir ákveðnum vanda sem gæti skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa,“ segir meðal annars í tillögunni. Niðurstaðan varð að tillögunni yrði vísað til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. „Henni var svo sem vel tekið en borgarstjóri vildi vísa henni til sín og sinnar skrifstofu og vinna hana áfram í samráði við skóla- og frístundarráðs,“ segir Kolbrún við Vísi.


Tengdar fréttir

Bylting á skólastarfi

Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×