Frelsi til að ferðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2019 07:30 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena J. Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar