Plastbensli trufla óbermi sem vilja losa dekk á hjólum Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 10:58 Steinar hefur sett fram snjalla hugmynd sem gæti hindrað þá ódáma við sína ömurlegu iðju sem felst í því að losa dekk reiðhjóla. „Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar. Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
„Já, ég hrökk við. Átti ekki von á að þetta næði þvílíku flugi,“ segir Steinar Kjartansson vélfræðingur í samtali við Vísi um mikla dreifingu sem mynd og færsla hans hefur fengið á Facebook. Viðbrögðin eru ef til vill til marks um að nokkur óhugnaður hefur gripið um sig í þjóðfélaginu og ekki að tilefnislausu. Steinar hefur sett fram hugmynd sem gengur út á að sporna við fæti gegn þeim óhuganlegu slysum sem frá hefur verið greint að undanförnu sem felast í því að dekk hjóla eru losuð þannig að reiðhjólamenn, oft börn og unglingar, steypast á höfuðið. Oft með skelfilegum afleiðingum. Hugmyndin gengur út á að herða dragbönd úr plasti um augað á stönginni sem er flýtiherðing dekks og um gaffalinn.Arminn má festa með plastbensli Steinar birtir mynd af því hvernig þetta virkar og lætur fylgja með orðsendingu: „Í ljósi þess að mikið hefur verið fjallað um þann ljóta leik að losa um rær á reiðhjólum þá langar mig að henda hérna inn smá hugmynd sem ég tel að geti aukið öryggi barnanna. Þetta getur hjálpað börnunum að sjá í fljótu bragði hvort átt hafi verið við arminn á rónni.Hér má sjá mynd af því ráði sem Steinar leggur í púkkið.Með því að herða plastbensli yfir arminn á rónni má jafnvel koma í veg fyrir að hún sé losuð en í öllu falli ætti að vera augljóst ef átt hefur verið við hana.“Óhugnaður ríkir innan Langholtsskóla Steinar segir að þessi dragbönd megi fá í flestum byggingavöruverslunum, þá í rafmagnsdeildinni, enda er þetta mikið notað af rafvirkjum til að hemja. Steinar segir myndina sýna minni gerð af dragböndum en stærri gerðirnar eru mjög sterkar. „Ég hef sett svona á hjólið hjá syni mínum og beðið hann um að fylgjast með hvort þetta sé ekki óhreyft áður en hann notar hjólið.“ Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta bragð sé í sjálfu sér ekki að fara að laga neina óæskilega hegðun eins né neins.Steinar segist gera sér grein fyrir því að þetta muni ekki skrúfa fyrir þær hvatir sem að baki búa en vonar að þetta geti orðið til að hægja á illvirkjunum.„En, þetta gæti komið í veg fyrir að þeir geri það sem þeir ætla sér af hvaða hvötum sem það er. Vona að það sé fyrst og fremst óvitaskapur, ef þetta er gert af illum hvötum en óhugnanlegt að er hugsa til þess að börn séu að gera svona. Vonandi að foreldrar kíki við hjá börnum sínum og fari yfir þetta.“ Steinar herðir reglulega upp á festingum á dekkjum hjóls sonar síns sem er í Langholtsskóla. En, einn félagi sonar hans, eða krakki sem hann kannast við, lenti í þessu. „Þá skoðaði ég hjól sonar míns. Ég var að nota svona strapper og hugmyndin kviknaði.“ Steinar segir það rétt að nokkur óhugnaður ríki vegna þessa í Langholtsskóla. Þar hafi barn lent í þessu og hefur mikið verið um það rætt á Facebookvegg foreldrafélagsins þar.
Börn og uppeldi Lögreglumál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15 Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Fleiri fréttir Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sjá meira
Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa dekk undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. 14. október 2019 22:15
Lögregla lítur hrekk í Þorlákshöfn mjög alvarlegum augum Drengur fæddur 2007 slasaðist þegar framhjól datt undan reiðhjóli hans í Þorlákshöfn. 14. október 2019 12:42