Þótti ekki tilefni til að kalla inn varamann sem vill svo til að er í öðrum flokki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2019 13:30 Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að annir í þinginu hafi ekki verið þess eðlis að hann teldi tilefni til að kalla inn varamann. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, er varamaður Ólafs. Vísir/samsett Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, hefur verið talsvert fjarverandi frá þingstörfum að undanförnu sökum veikinda, án þess að hafa kallað inn varamann. Ólafur var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins í síðustu kosningum en gekk í raðir Miðflokksins eftir að honum var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins svokallaða. Það þýðir að varamaður Ólafs er Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi úr Flokki fólksins.DV greinir fyrst frá en í samtali við Vísi segir Ólafur að veikindin hafi borið brátt að. Hann hafi verið lagður inn á spítala 23. september og honum hafi verið ráðlagt af læknum að fara í veikindaleyfi. Hann hafi aftur á móti ekki talið tilefni til að kalla inn varamann. „Það eru ekki þannig annir á Alþingi um þetta leyti að ég sæi neina ástæðu til þess,“ segir Ólafur sem nú er mættur aftur til starfa. Hann segir þó að skrifstofa þingsins hafi verið upplýst um stöðuna eftir að hann var lagður inn. Hann kveðst telja að aðal tilefnið til að kalla inn varamenn sé þegar það eru miklar starfsannir í þinginu og mikilvægar atkvæðagreiðslur. Þá segist hann jafnframt hafa viljað sýna gott fordæmi með tilliti til sparnaðar í opinberum fjármálum enda sé kostnaðarsamt að kalla inn varaþingmenn. „Það hefur verið hvatt til þess af hálfu yfirstjórnar þingsins að menn væru ekki að kalla inn varamenn að óþörfu,“ segir Ólafur. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að honum hafi ekki verið kunnugt um það fyrr en nýlega að Ólafur hafi glímt við veikindi. Ólafur hafi ekki tilkynnt honum sjálfum sérstaklega um það þótt hann hafi verið talsvert fjarverandi. Steingrímur segir að engin sérstök tímamörk séu fyrir hendi um það hversu lengi þingmenn geti verið fjarverandi án þess að fara í veikindaleyfi eða kalli inn varamann. Í sjálfu sér sé það undir viðkomandi þingmanni og þingflokki hans komið að taka ákvörðun um það. Séu menn lengi í burtu geti það kallað á meiri vinnu fyrir aðra í þingflokknum. „Það er óvenjulegt að það sé mjög lengi og algengara, ef menn eru veikir í langan tíma, er að vara í veikindaleyfi,“ segir Steingrímur, sem að öðru leyti kveðst lítið hafa að segja um tilfelli Ólafs Ísleifssonar.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Fleiri fréttir Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sjá meira