„Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. október 2019 15:00 Mannlegur breyskleiki og mistök voru óskarsverðlaunaleikkonunni ofarlega í huga þegar hún flutti ræðu á árlegri samkomu leikkvenna í Hollywood. Vísir/Getty Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“ Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira
Bandaríska óskarsverðlaunaleikkonan Natalie Portman hvatti kynsystur sínar í leiklistinni til að leyfa sér að gera mistök. Hún sótti árlegan viðburð „Konur í Hollywood“ í gærkvöldi og ávarpaði starfssystur sínar á hvíta tjaldinu. Hún tók mið af geimfaranum sem hún leikur í nýjustu kvikmynd sinni Lucy in the Sky sem gerir meiriháttar skyssu og glatar öllu. Eftir að hafa túlkað líf geimfarann varð henni ljóst mikilvægi mistaka í þekkingarleit mannsins. Því fyndi hún sig knúna til að hvetja konur til að nýta rétt sinn til að gera mistök, það sé besta leiðin til að læra. Portman sagði að verstu mistök okkar væru okkar mögnuðustu kennslustundir sem gerðu okkur kleift að vaxa og dafna. Velji konur alltaf „öruggu leiðina“ í þeim tilgangi að forðast mistök, uppgötvi þær mögulega aldrei hæfileika sína og möguleika til fulls. „Þannig að okkar helsta verkefni sem leiðtogar í þessum iðnaði er að gera mistök. Það er magnaðasta fordæmið sem við getum sett næstu kynslóðum. Það er að gera hið mannlegasta sem fyrirfinnst; gera mistök og freista þess síðan að feta ekki slóð hinnar fordæmdu konu, hinnar sem brást, hinnar eyðilögðu konu,“ sagði Portman og lagði áherslu á mikilvægi þess að halda ótrauð áfram eftir mistök. Hún kvaddi kynsystur sínar að lokum með heilræði. Þær skyldu allar, endilega, gera ævintýraleg mistök. „Leyfið ykkur að klúðra meiriháttar og blómstrið síðan, systur“
Hollywood Jafnréttismál Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Fleiri fréttir Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Hefur afþakkað hlutverk vegna veganismans Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Sjá meira