Nauðsyn, ekki lúxus Katrín Atladóttir skrifar 17. október 2019 07:45 Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Atladóttir Nýsköpun Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Þótt nýsköpunarfyrirtækin OZ og Plain Vanilla hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til skildu þau eftir sig gífurleg verðmæti. Hugvit og starfsfólk sem stóð uppi reynslunni ríkari. Fyrrverandi starfsfólk OZ, eftir sára magalendingu, stofnaði tugi fyrirtækja. Eitt þeirra er CCP Games, stöndugt og skemmtilegt fyrirtæki þar sem eftirsóknarvert þykir að vinna. CCP hefur aftur getið af sér tugi nýrra fyrirtækja. Sömu sögu má segja af Plain Vanilla. Þegar nýsköpunarfyrirtæki fara á hausinn verða ekki eingöngu rjúkandi rústir eftir, heldur fólk sem lærir af reynslunni og gengur vonandi betur næst.Samkeppni um fólk Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra, kynnti nýlega nýsköpunarstefnu Íslands. Markmið hennar er að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskorunum framtíðarinnar með því að byggja upp traustan grundvöll fyrir nýsköpun. Stefnan er mikilvæg og um margt framsækin. Ísland á nefnilega í harðri samkeppni við önnur lönd um fólk. Það er allra hagur að ungt fólk velji að búa hér. Af þeim sökum þarf landið að vera samkeppnishæft þegar kemur að hinum ýmsu lífsgæðum, til dæmis að hér séu störf við hæfi. Talið er að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Það er því eitt af stóru málunum sem við stöndum frammi fyrir að skapa jarðveg svo ungt og vel menntað fólk geti haslað sér völl og skapað sér starfsvettvang. Nýsköpun er framtíðin og öflugt atvinnulíf er grundvallarforsenda velsældar. Séu ekki störf til staðar á Íslandi þá leitar fólk einfaldlega annað. Ungt og hæfileikaríkt fólk hefur alla burði til að kjósa með fótunum. Nýsköpun er nefnilega nauðsyn, en ekki lúxus, líkt og ráðherrann komst svo vel að orði.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar