Frístund fyrir fötluð ungmenni í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 17. október 2019 09:45 Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er afar ánægjulegt fyrir bæjarfulltrúa og hvað þá þann sem er í minnihluta að sjá að brasið í pólitíkinni geti borið árangur. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum um frístund fyrir fötluð grunnskólaungmenni frá 10 ár aldri er orðin að veruleika í Garðabæ. Úrræðið er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir ungmennin en ekki síður aðstandendur þeirra. Að geta tryggt barninu sínu frístundastarf í nærsamfélaginu í sinni heimabyggð skiptir máli. Líka fyrir fötluð ungmenni. Það var því einstaklega gleðilegt að fá tækifæri til þess að reka inn nefið og sjá hversu bjart og hlýlegt er um að litast og finna hversu vel er unnið að því að búa svo um þessa mikilvægu þjónustu að ungmennunum sé mætt af alúð og af fagmennsku. Að heyra af samstarfi við Garðaskóla er einstaklega ánægjulegt og finna kraftinn sem gustar af þeim sem þarna starfa. Að nýta tækifærið til þess einmitt að gera betur og setja metnað í faglegt og uppbyggilegt starf fyrir fötluð ungmenni er til mikillar eftirbreytni. Gríðarlega mikilvægt og mikið framfaraskref fyrir Garðabæ. Það er síðan án ef allra dýrmætast fyrir einmitt þá sem það reyna að finna í verki að sveitarfélagið sýni dug og bjóði upp á þá þjónustu sem íbúar þess þurfa á að halda. í heimabyggð. Fyrir fötluð ungmenni og aðstandendur þeirra skiptir slík þjónusta miklu máli. Við eigum að vinna að því öll sem eitt þvert á pólitískar línur að búa svo um að sveitarfélagið þjónusti alla íbúa. Og bjóði með þeim hætti alla velkomna í samfélagið og geri þeim kleift að vaxa og dafna á sínum forsendum. Frístund fyrir fötluð ungmenni er svo sannarlega einn liður í þess háttar þjónustu. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í bæjarstjórn Garðabæjar.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar